Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

3. júní 2014

Hátíðarfundur Gilwell-teymisins
 
Fimmtudaginn 5. júní boðar Gilwell-teymið til hátíðarfundar til að fagna nýrri skipulagsskrá fyrir Gilwell-skólann. Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður haldinn í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Allir sem hafa áhuga á þróun leiðtogaþjálfunar fullorðinna sjálfboðaliða í skátastarfi eru velkomnir.
 
Kveðja, Gilwell-teymið

Vormót Hraunbúa
 
Vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík helgina 6.-9. júní nk. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fálka- og dróttskáta auk þess að starfræktar verða  fjölskyldubúðir með sérstakri dagskrá. Allar upplýsingar um mótið má finna á vormot.hraunbuar.is og skráning er í fullum gangi á skatamal.is
 
Kveðja, mótsstjórn

Býr mótsstjóri í þér
 
Stjórn Bandalags íslenskra skáta leitar að mótsstjóra Landsmóts skáta 2016 á Úlfljótsvatni.
Nánari upplýsingar má finna hér. Umsóknir skulu berast á jon@skatar.is eigi síðar en kl. 12:00 miðvikudaginn 11. júní 2014.
 
Kveðja, Jón Ingvar

Það styttist í Viðeyjarmót

Allt er á fullu hjá Landnemum við undirbúning fyrir Viðeyjarmótið 2014 sem verður haldið dagana 20. - 22. júní. Öllum skátafélögum og skátum innan skátafélaga er boðið til þátttöku. Skráning er hafin á Skátamálum.

Kveðja, mótsstjórnin

Sumarfrí starfsmanna

Dagga er í fríi til 23. júní og Júlíus er í fríi til fyrsta júlí. Þó að sín á milli viti þau sennilega allt geta aðrir starfsmenn leyst öll mál sem upp kunna að koma hjá skátum landsins svo þið þurfið ekki að veigra ykkur við að hafa samband.
 
Kveðja, Nanna
Ekkert hatur!

Menntamálaráðuneytið stendur fyrir átaksverkefni gegn hatursorðræðu á netinu í samvinnu við Æskulýðsvettvanginn. Skátar eru hvattir til að kynna sér verkefnið á vef ráðuneytisins og ganga á undan með góðu fordæmi. 

Kveðja, Hermann
 

Í þessari viku:

  • Hátíðarfundur Gilwell-teymisins
  • Vormót Hraunbúa
  • Býr mótsstjóri í þér?
  • Það styttist í Viðeyjarmót
  • Sumarfrí starfsmanna
  • Ekkert hatur!

Á dagskránni:

5. júní
Hátíðarfundur Gilwell-teymis

6.-9. júní
Vormót Hraunbúa

7.-8. júní
Drekaskátamót

14. júní
Gilwell-leiðtogaþjálfun, stjórnun og skipulagning skátastarfs

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Það er góð veðurspá um helgina, farðu í útilegu!

 
Bandalag íslenskra skáta,