Allt á fullu í Skátamiðstöðinni
Þessa dagana er mikið að gerast í fræðslumálum:
Og svo taka við sumarnámskeið fyrir yngri þátttakendur í mörgum skátafélögum.
Útileguhelgi fjölskyldunnar á Úlfljótsvatni
Úlfljótsvatn býður til Útileguhelgar 10.-12. júní. Þá verður frítt að tjaldsvæðið og í dagskrá helgarinnar. markmið Úlfljótsvatns er að auka jákvæða samveru fjölskydunnar úti í náttúrunni. Skátar eru hvattir til að koma og deila þessu með vinum sínum. Með því að smella hér má finna viðburðinn á facebook síðu Úlfljótsvatns
Hefur þú áhuga á að starfa með vinnuhópum Evrópustjórnar WOSM
Evrópustjórn WOSM auglýsir eftir fólki sem áhuga hefur á því að starfa í vinnuhópum á tímabilinu 2016-2019. Nánari upplýsingar má finna hér
Umsóknir þarf að senda til alþjóðaráðs BÍS fyrir 1. júlí 2016 í netfangið julius@skatar.is
Auka skyndihjálparnámskeið, 12 tíma
Vegna fjölda eftirspurna var ákveðið að hafa annað 12. tíma skyndihjálparnámskeið fyrir 16 ára og eldri. Enn eru nokkur sæti laus. Námskeiðið fer fram í Skátamiðstöðinni. 13.,14. og 15. júní frá 18-22. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.
Rekka- og róver helgin 15.-17. júlí
Vissir þú að það er hægt að skrá sig á rekka- og róver helgina þó þú komist ekki á Landsmótið sjálft? Frekari upplýsingar og skráningu má finna her.
Allar helgar eru útileguhelgar hjá skátum.
Úlfljótsvatn minnir á að það er frítt að koma á tjaldsvæðið fyrir skáta í skátastarfi. Tilvalið fyrir sveitina eða flokkinn eða jafnvel félagið. Þá býðst þessum hópum að fá helgardagskránna á góðu verði. Það þarf þá bara að útvega farið og pakka dótinu og matnum. Frábær leið fyrir skátahópana til að koma í einfalda útilegu. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
Verndum þau námskeið 8. júní
Námskeið sérstaklega ætlað yngri þátttakendum verður haldið í Skátamiðstöðinni 8. júní frá 16:00-19:00. Upplýsingar og skráningu má finna hér.
|