Laust starf: Þjónustufulltrúi Skátamiðstöðvarinnar
Skátamiðstöðin leitar að þjónustufulltrúa í fullt starf við fjölþætt skrifstofustarf, verslunarrekstur og verkefnastjóra fyrir mismunandi vinnuhópa innan skátahreyfingarinnar. Sjá nánar hér.
Sumarbúðir skáta – örfá pláss laus
Skráning í Sumarbúðir skáta hefur gengið vonum framar. Nú eru aðeins nokkur pláss laus á fjögurra daga námskeið fyrir 10-12 ára sem hefst 8. júlí og á unglinganámskeið fyrir 13-15 ára sem hefst 8. ágúst. Námskeiðin eru tilvalin fyrir skáta sem og óbreytta. Frekari upplýsingar á síðu sumarbúðanna www.sumarbudir.is
Landsmót skáta
Nú eru öll teymi landsmótsins á fullu og niðurtalningin klárlega hafin – enda bara 19 dagar í taumlausa gleði. Hægt er að fylgjast með á facebooksíðu Landsmótsins hér og finna hvernig spennan magnast.
Rekka- og róverhelgi skáta
Minnum á: Langar þig að taka þátt í Rekka- og Rover helginni en kemst ekki á Landsmótið sjálft? Ekki örvænta því þú getur tekið þátt. Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu skátanna og á skatamal.is Skráning er í fullum gangi hér.
Verslunarmannahelgin nálgast
Úlfljótsvatn minnir á að um verslunarmannahelgina verður fjölskylduhátíð við vatnið líkt og undanfarin ár. Við hvetjum skáta og skátafjölskyldur til að setja Úlfljótsvatn á dagatalið hjá sér.
|