Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. janúar 2017

Aukaskátaþing 4. febrúar
Aukaskátaþing verður haldið laugardaginn 4. febrúar 2017 í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Nánari upplýsingar síðar.


Þreytt á að segja Halló en ekki Salam alaikum eða Bonjourno?
Fimmtudaginn 19. janúar verður spennandi Vítamínkvöld í Skátamiðstöðinni. Alþjóðaráð kynnir þau undursamlegu tækifæri sem alþjóðlegt skátastarf býður upp á. Kíktu hér og skelltu þér á Vítamínkvöld. Ekki vera heimalingur, vertu heimskind! 


Fyrsti í fjallgöngu
Skátaflokkurinn Valkyrjur hvetur alla til að koma og ganga á Úlfarsfell, sunnudaginn n.k. 22. janúar. Mæting kl. 9:50 á bílastæðið við Úlfarsfell og þaðan er gengið á fellið. Komið klædd eftir veðri og með nesti! Hlökkum til að sjá sem flesta! Nánari upplýsingar hér,

Foringjaspjall sveitarforingja
Ferðu í hringi með dagskrárhringinn? Þarf að fylla á hugmyndabankann? Þarftu kannski stundum að spegla við einhvern sem er í sömu skátasporum og þú? Þá er foringjaspjallið 23. janúar kl. 20:00 eitthvað fyrir þig! Skoðaðu málið hér. 

Bland í poka fellur niður
Vegna auka-Skátaþings 4. febrúar 2017 fellur Bland í poka niður.

Opinn fundur ungmennaráðs
Fórst þú á ungmennaþing 2016? Vilt þú hækka róverskáta aldurinn upp í 25 ár? Þá er um að gera að mæta á opinn fund ungmennaráðs 26. janúar. Unnið verður úr niðurstöðum síðasta ungmennaþings fyrir komandi skátaþing í mars. Nánari upplýsingar hér. 

Laust starf verkefnastjóra Moot
Skátamót ehf leitar að verkefnastjóra búnaðar, tjaldbúðar og tæknimála í tímabundna 100% stöðu í Skátamiðstöðinni til 1. september 2017. Meðal verkefna eru; Innkaup, umsjón með búnaði, tjaldbúðum og tæknimálum World Scout Moot 2017. Sjá nánar hér.

Í þessari viku:

  • Skátaþing 4. febrúar
  • Þreytt á að segja Halló en ekki Salam alaikum eða Bonjourno?
  • Fyrsti í fjallgöngu
  • Foringjaspjall sveitarforingja
  • Bland í poka fellur niður
  • Opinn fundur ungmennaráðs 
  • Laust starf verkefnastjóra Moot


Heyrst hefur að um 20 Gilwell nemar séu á leið í útskriftarferð um helgina...

Bandalag íslenskra skáta,