Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

15. nóvember 2016

4. skref Gilwell leiðtogaþjálfun
Varstu á Sumar-Gilwell? Ertu búin/n að klára vettvangsnámið? Ertu búin/n að skrá þig á 4.skrefið laugardaginn 19. nóvember? Upplýsingar og skráningu má finna hér. 


Sígræn jólatré
Salan á Sígrænum jólatrjám er byrjuð í Skátamiðstöðinni. Einnig er komin í loftið heimasíða þar sem hægt er að kaupa jólatrén sívinsælu. Síðuna má finna hér. 


Aðventa í Undralandi
Við minnum á jólahlaðborðin og fjölskyldustundirnar á Úlfljótsvatni. Frábært tækifæri fyrir skátahópa, vinahópa, fjölskyldur og fleiri til að njóta samveru fyrir hátíðirnar og borða góðan mat. Nánari upplýsingar hér.


Á Norðurslóð
Dróttskáti? Eða kannski rekkaskáti? Viltu njóta jólafrísins með skemmtilegu fólki? Fílarðu piparkökur og kakó? Tékkaðu á Norðurslóð, heitasta viðburði norðan Alpafjallanna. Nánari upplýsingar hér. 


Endurfundir skáta - í fóstur?
Tilvalið fyrir skátahópa, gildi eða áhugasama skáta að taka þennan mánaðarlega viðburð að sér!
Endurfundir skáta eru haldnir annan mánudag í mánuði frá september og fram í maí. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að boðið er upp á súpu og brauð og oft einhverja kynningu eða innlegg tengt skátastarfi. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á skatar@skatar.is

Ert þú efni í Róverráðgjafa?
Mannauðsteymi World Scout Moot leitar til skáta 26 ára og eldri, í þeirri von að þið hafið áhuga á að taka að ykkur hlutverk Tribe Advisor á Moot. Íslenskir skátar eru reyndir foringjar, þekkja aðstæður hér á landi og auðvitað er mikilvægt að fá ykkur til að vinna með erlendum foringjum í að virkja og styðja þátttakendur þannig að þeir fái sem mest út úr dvöl sinni á mótinu. Þetta er gullið tækifæri fyrir ykkur til að auka leiðtogahæfni ykkar og deila reynslu með erlendum skátum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Könnun hjá sakaskrá
Mikilvægt er að allir 18 ára og eldri sem taka þátt í skátastarfi undirriti heimild til BÍS til þess að láta kanna sakaskrá þeirra. Heimildinni þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar innan mánaðar frá undirritun.
Nánari upplýsingar og eyðublaðið má finna hér

Í þessari viku:

  • 4. skref Gilwell leiðtogaþjálfun
  • Sígræn jólatré
  • Aðventa í Undralandi
  • Á Norðurslóð
  • Endurfundir skáta - í fóstur? 
  • Ert þú efni í Róverráðgjafa?
  • Könnun hjá sakaskrá

Heyrst hefur að það sé byrjað að selja Sígrænu jólatrén í Skátamiðstöðinni...
 

Bandalag íslenskra skáta,