Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. nóvember 2015


Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða
Þann 5. desember ár hvert er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða.
Þegar þetta er skrifað hafa verið unnar um 640.000.000 sjálfboðaliða stundir á þessu ári í heiminum í skátastarfi. 
Takk fyrir að leggja þitt af mörkum.

Á Norðurslóð 
Dagana 27.-29. desember verður á Úlfljótsvatni drótt- og rekkaskátaviðburðurinn Á norðurslóð. Í ár verður sérstök áhersla lögð á stuttmyndagerð og vinnsla myndbanda í bland við jólalega slökun og leik. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Jólaendurfundir skáta
Að venju hittast ungir sem aldnir á jólaendurfundum skáta þann 14. janúar.  Upplestur, jólamatur, hugvekja og sungin jólalög. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og borðhald hefst kl. 12:00.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Friðarloginn
Eins og undanfarin ár stendur skátum og skátafélögum til boða að fá Friðarlogann og nota hann í sínu starfi fyrir jólin. Hægt er að nálgast Friðarlogann í Skátabúðinni og er hún opin alla daga til jóla. Nánari upplýsingar um Friðarlogann má finna hér.

Fréttabréf Landsmóts skáta 2016
Nú er þriðja upplýsingabréfið komið á vefinn um Landsmót skáta 2016, þar sem helstu upplýsingar um aðstöðuna er tíunduð. Fréttabréfið finnur þú hér.

Skátaþing 2016
Skátamiðstöðin leitar að skátafélagi sem er tilbúið til að aðstoða við framkvæmd Skátaþings 2016. Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Júlíus í Skátamiðstöðinni

Verndum þau í Skátamiðstöðinni
Þann 21. janúar 2016 verður fræðslukvöldið tileinkað Verndum þau námskeiði. 
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa með börnum og unglingum og gera skátarnir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan hreyfingarinnar séu búin að ljúka þessu námskeiði. Skráning og nánari upplýsingar hér.

BÍS stóðst alþjóðlega gæðaúttekt
Gerð var alþjóðleg gæðaúttekt á starfi Bandalagi íslenskra skáta (BÍS) í nóvember síðastliðnum. GSAT (Global Support Assessment Tool) gæðaúttektinni er ætlað að sýna hversu vel starfsemi BÍS samræmist alþjóðlegu skátastarfi WOSM (World Scout Movement). Sjá nánar hér.
 
eyða þessu boxi

 

eyða þessu boxi

 

Í þessari viku:

  • Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða
  • Á Norðurslóð
  • Jólaendurfundir skáta
  • Friðarloginn
  • Fréttabréf Landsmóts
  • Skátaþing 2016
  • Verndum þau í Skátamiðstöðinni
  • BÍS stóðst gæðaúttekt

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Sælla er að gefa en þiggja og eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag. Kíkið á þetta fallega verkefni á dagskrárvefnum.
Bandalag íslenskra skáta,