Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

7. febrúar 2017

Ungmennaþing
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á ungmennaþing sem haldið verður 11. febrúar nk. í skátaheimilinu Hraunbyrgi. Þar fá rekka- og róverskátar tækifæri til að hittast, ræða sitt skátastarf og fræðast um skátaþing. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér og hér. 


Forsetamerkið
Kynningarfundur vegna nýju Forsetamerkisbókarinnar verður í Skátamiðstöðinni næstkomandi sunnudag kl.17:00. Þá verður hægt að skrá sig í vegabréfið og vonandi fá bókina sína. Frekari upplýsingar má finna hér.


Aðalfundir skátafélaga og skil gagna til BÍS
Við viljum minna stjórnir skátafélaga á að senda Skátamiðstöðinni tímanlega fundarboð á aðalfundi skátafélaganna. Einnig er minnt á að skátafélögum ber að skila fyrir 1. mars ár hvert ársskýrslu, ársreikningum, gildandi lögum, starfsáætlun, félagatali og undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri.


Endurfundir
Við hitum súpupottinn á mánudaginn. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00.
Ólafur Proppé og Una Guðlaug Sveinsdóttir ætla að koma og upplýsa okkur um hvað er að gerast í stjórn BÍS þessi misserin.


Vítamínkvöld - Geymt en alls ekki gleymt
Spennandi og notaleg kvöldstund þann 16. febrúar þar sem sjálfboðaliðar frá Fræðasetri skáta leiða dagskrá og deila sinni reynslu, upplifun og hugmyndum um hvaðeina er varðar allt það sem er geymt en ekki gleymt. Frekari upplýsingar hér og hér.


Skyndihjálparnámskeið 18.-19. febrúar
Enn eru nokkur pláss laus. Ekki láta þekkinguna vanta þegar á reynir.
Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér


Ungir talsmenn
Ertu rekka- eða róverskáti? Hefurðu áhuga á samfélagsmiðlum? Langar þig að verða betri í framkomu í fjölmiðlum? Ef svarið er já er Ungir talsmenn fyrir þig! Viðburðurinn Ungir talsmenn verður haldinn 24.-26. febrúar í Hyrnu á Akureyri. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér og hér. 


Tilkynning frá Uppstillingarnefnd fyrir Skátaþing 2017
Ljóst er að á skátaþingi sem verður haldið á Akureyri helgina 10. - 11. mars n.k. verður óvenjumikil breyting í stjórn og fastaráðum BÍS. Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau embætti sem eru laus til kjörs að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Nánari upplýsingar er að finna hér. 


Árbúar fóstra Drekaskátadaginn
1. mars fjölmenna drekaskátar í Hádegismóa í Árbænum og skemmta sér saman. Póstaleikur verður ræstur kl. 13:30 við Moggahúsið og skemmtuninni lýkur svo um kl. 16:00 á sama stað. Búið er að opna fyrir skráningu hér og nánari upplýsingar verða sendar á félagsforingja/sveitarforingja í vikunni. Foringjar þurfa að mæta með drekunum og þurfa þeir að skrá sig sérstaklega í tölvupósti á dagga@skatar.is


Í þessari viku:

  • Ungmennaþing
  • Forsetamerkið
  • Aðalfundir skátafélaga og skil gagna til BÍS
  • Endurfundir
  • Vítamínkvöld - Geymt en alls ekki gleymt
  • Skyndihjálparnámskeið 18.-19. febrúar
  • Ungir talsmenn
  • Tilkynning frá Uppstillingarnefnd fyrir Skátaþing 2017
  • Árbúar fóstra Drekaskátadaginn

Vara vikunnar í skátabúðinni eru Valtýr skelbuxurnar frá Cintamani. Smelltu hér til að næla þér í buxurnar á 15% afslætti. 

Bandalag íslenskra skáta,