Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

31. janúar 2017

Aukaskátaþing
Aukaskátaþing verður haldið laugardaginn 4. febrúar 2017 í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Fundarboð ásamt dagskrá þingsins má finna hér. Minnum við á að allir sem ætla að sitja þingið þurfa að skrá sig hér.


Ungmennaþing
Ungmennaþing verður haldið 11. febrúar í Hraunbyrgi. Þar fá rekka- og róverskátar tækifæri til að hittast, ræða sitt skátastarf og fræðast um skátaþing. Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. 


Skyndihjálparnámskeið - nokkur sæti laus
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig því aðeins eru nokkur sæti laus á 12 klst. skyndihjálparnámskeiðið sem haldið verður helgina 18.-19. febrúar. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.


Ungir talsmenn
Ertu rekka- eða róverskáti? Hefur þú áhuga á samfélagsmiðlum? Langar þig að verða betri í framkomu í fjölmiðlum? Ef svarið er já er Ungir talsmenn fyrir þig! Viðburðurinn verður haldinn 24. -26. febrúar á Akureyri. Nánari upplýsingar má finna hér. 


Fundarboð skátaþings 2017
Skátaþing 2017 verður haldið dagana 10.-11. mars á Akureyri. Fundarboð og nánari upplýsingar má finna hér. 

Aðalfundur skátafélaga og skil gagna til BÍS
Við viljum minna stjórnir skátafélaga á að senda Skátamiðstöðinni tímanlega fundarboð á aðalfundi skátafélaganna. Einnig er minnt á að skátafélögum ber að skila fyrir 1. mars ár hvert ársskýrslu, ársreikningum, gildandi lögum, starfsáætlun, félagatali og undirritaðri heimild til BÍS til að kanna sakaskrá allra félaga 18 ára og eldri.

Í þessari viku:

  • Aukaskátaþing
  • Ungmennaþing
  • Skyndihjálparnámskeið - nokkur sæti laus
  • Ungir talsmenn
  • Fundarboð skátaþings 2017
  • Aðalfundur skátafélaga og skil gagna til BÍS

Á dagskránni:

04/02
Aukskátaþing
11/04
Ungmennaþing
13/04

Endurfundir

 

Skoða alla viðburði.


 

Bandalag íslenskra skáta,