Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

5. júlí 2016

Landsmót skáta
Nú eru öll teymi Landsmóts á fullu og niðurtalningin klárlega hafin enda bara 12 dagar í taumlausa gleði. Hægt er að fylgjast með á facebook síðu Landsmótsins og fundið hvernig spennan magnast. 


Villt þú byggja upp?
Í næstu viku hefst uppbygging á tjöldum og dagskrárpóstum á Úlfljótsvatni. Ef þú hefur tök á og villt hjálpa til hafðu þá samband við okkur í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800 eða sendu tölvupóst á landsmot@skatar.is 

Fjölskyldubúðir á Landsmóti skáta
Nú er heldur betur farið að styttast í fjörið enda 12 dagar í mótið. Hægt er að láta taka frá pláss fyrir félagið þitt eða hópinn með því að senda tölvupóst á fjolskyldubudir@skatar.is 

Moot leitar að íbúð
Tveir franskir sjálfboðaliðar koma til liðs við skrifstofu World Scout Moot í september. Leitað er að íbúð fyrir þá til leigu í 1.ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón Ingvar í síma 550-9808 eða í tölvupósti.

Rúta á rekka- og róverhelgina
Fyrir þá sem ætla að taka þátt í rekka- og róverhelginni fyrir Landsmót verður hægt að skrá sig í rútu. Sætið kostar 2.500,- og skráning fer fram hér.

Laust starf í Skátamiðstöðinni
Skátamiðstöðin leitar að þjónustufulltrúa í fullt starf við fjölbreytt verkefni, verslunarrekstur og verkefnastjórnun fyrir mismunandi vinnuhópa innan skátahreyfingarinnar. Frekari upplýsingar má finna hér.

Euro Mini Jam
Tvö skátafélög senda í ár skáta á smáþjóðaleika skáta sem fram fer í Monaco. Það eru skátafélögin Stígandi og Mosverjar sem eiga samtals 16 þátttakendur á mótinu sem fram fer 24.-30. júlí. 10 af þessum 16 skátum fara beint af landsmóti á Euro Mini Jam. Þá verður gott að eiga nóg af hreinum sokkum... 

Spejderman Þríþrautin
Strax að afloknu Landsmóti er hægt að skella sér í Spejderman Þríþrautina sem fram fer þann 26. júlí á Snæfellsnesi. VIðburðurinn er fyrir rekkaskáta og eldri og jafngildir fjórðungi af Járnkarli. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. 

Í þessari viku:

  • Landsmót skáta
  • Villt þú byggja upp?
  • Moot leitar að íbúð
  • Rúta á rekka- og róverhelgina
  • Laust starf í Skátamiðstöðinni
  • Euro Mini Jam
  • Spejderman þríþrautin

Heyrst hefur.....

... að búið sé að opna fyrir skráningar á Sumar-Gilwell sem fram fer á Úlfljótsvatni 26.-28. ágúst. Kíktu á málið hér.
Bandalag íslenskra skáta,