Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

23. september 2014

Dróttskátar á Leiðtogavítamín næstu helgi - síðasti sjens á skráningu!

Ekki missa af þessu ævintýri! ATH.SKRÁNINGU LÝKUR MIÐVIKUDAGINN 1. OKT. KL.16.00.

Leiðtogavítamín er helgarnámskeið fyrir dróttskáta í anda gömlu flokksforingjanámskeiðanna. Skemmtilegt og krefjandi útilífs – og leiðtogaþjálfunarnámskeið á Úlfljótsvatni, 3. – 5. október sem hefur það að meginmarkmiði að læra að vinna eftir skátaaðferðinni bæði sem skáti og mögulegur foringi . Verð aðeins 9.900,- fyrir ALLA helgina!
Skráning hér. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér. Frétt um námskeiðið má finna hér

Kveðja Ingibjörg


Rekkaskátar - ekki missa af Leiðtogavítamíni næstu helgi - skráðu þig strax!

Ekki missa af þessu ævintýri! ATH.SKRÁNINGU LÝKUR MIÐVIKUDAGINN 1. OKT. KL. 16.00.

Leiðtogavítamín fyrir rekkaskáta er helgarnámskeið í anda gömlu flokksforingjanámskeiðanna. Skemmtilegt og krefjandi útilífs – og leiðtogaþjálfunarnámskeið á Úlfljótsvatni, 3. – 5. október sem hefur það að meginmarkmiði að læra að vinna eftir skátaaðferðinni bæði sem skáti og mögulegur foringi . Verð aðeins 9.900,- fyrir ALLA helgina!

Skráning hér. Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér. Frétt um námskeiðið má finna hér.

Kveðja Ingibjörg

Fálkaskátadagurinn 2. nóvember

Verður fálkaskátasveitin ykkar með?

Skátafélagið Landnemar ætla að stjórna viðburðinum í ár með dyggri aðstoð annarra skátafélaga í Reykjavík. Ratleikur með strætó og spennu, leikir og fjör. Hvaða fálkaskátasveit vinnur?
Við hvetjum allar Fálkaskátasveitir á suðvestur horninu til að taka þátt (einnig aðrar ef þær sjá sér fært að koma)

Frekari upplýsingar má finna hér: http://skatamal.is/vidburdur/falkaskatadagurinn/ 

Skráning er hafin!

Kveðja, Dagskrárráð

WOSM World - Open Call - Villtu vinna í nefnd eða vinnuhóp?

Heimsstjórn WOSM kallar eftir fólki til þess að vinna í nefndum og vinnuhópum stjórnarinnar næstu þrjú árin.
Nánari upplýsingar er að finna hér 

Umsækendur skulu hafa samaband við Jón Þór Gunnarsson, formann alþjóðaráðs, áður en gengið er frá umsókn.

Kveðja, Alþjóðaráð

Víkinganámskeið ÚSÚ - Skráning hafin

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Víkinganámskeið ÚSÚ sem verður 17.-19. Okt.
Námskeiðið var afar vel sótt í fyrra en þar fá meðal annars allir þátttakendur að læra að skjóta af boga.

Skráning fer fram í gegnum viðburðaskráningarkerfi BÍS

Námskeiðið er fyrir dróttskáta og eldri.

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Arctic Moot, Á norðurslóð og Miðnætuleikarnir

Allir þessir viðburðir eru að leita að áhugasömum skátum til að hjálpa til við undirbúning á sér. Þeir óska eftir því að áhugasamir setji sig í samband við starfsfólk ÚSÚ með því að senda póst á ulfljotsvatn@skatar.is.

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Síðustu lausu helgarnar á ÚSÚ í haust

Nú þegar hafa fjölmörg skátafélög pantað sína helgi í haust en við eigum enn nokkrar helgar lausar. Hafið sambandi við okkur á Ulfjotsvatn@skatar.is eða hringið í síma 8952409 og náið ykkar helgi.

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Opinn fundur um lagamál BÍS

Skátaþing 2014 samþykkti að vísa frumvarpi stjórnar BÍS að nýjum lögum samtakanna til milliþinganefndar. Nefndin skyldi skipuð fulltrúum frá öllum skátafélögum og stjórn BÍS.

Nefndin hóf störf í vor og því miður hafa ekki öll skátafélög séð sér fært að taka þátt í vinnunni.
Verkefni nefndarinnar er tvíþætt: 
•    Að skrifa umsögn um lagafrumvarpið 
•    Að koma með tillögur að lagabreytingum sé þess þörf

Umsögn nefndarinnar hefur nú verið birt á vef nefndarinnar lagabreyting.skatamal.is
Stjórnir skátafélaga og áhugafólk um lög BÍS er hvatt til að kynna sér umsögnina.

Nú er komið að seinnihluta verkefnis nefndarinnar og því efnir nefndin til opins fundar um lagamál BÍS, laugardaginn 11. október kl. 9-12 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. 

Á fundinum verður vinna nefndarinnar kynnt og fundarmönnum gefst tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum og athugasemdum á framfæri við nefndina sem mun vinna úr þessu efni við mótun tillagna að nýju frumvarpi að nýjum lögum BÍS.
Þáttaka er er ókeypis og skráning er hér 

Boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir þá sem hyggjast einnig sækja félagsstjórnanámskeið eftir hádegi.

Kveðja, Laganefnd

JOTA-JOTI

Alþjóðlega skátamótið JOTA-JOTI verður haldið laugardaginn 18. október í Jötunheimum, skátaheimili Vífils í Gærðabæ.

Í boði verður opin dagskrá með fjölmörgum spennandi póstum fyrir fálka,- drótt- og rekkaskáta.

Takið daginn frá því þetta er frábært tækifæri til þess að taka þátt í skemmtilegu skátastarfi og komast í samband við erlenda skáta í leiðinni.

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Kveðja, Alþjóðaráð

Félagsstjórnanámskeið

Félagsstjórnanámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, laugardaginn 11. október kl. 13:00-18:00.

Á námskeiðinu verður fjallað um verkefni stjórna skátafélaga í heild og einnig farið sérstaklega í ýmis verkefni sem stjórn þarf að sina, s.s. starfsáætlagerð, skipulagning viðburða, fjárhagsáætlanagerð, samskipti við sjálfboðaliða og foreldra ofl.
Við hvetjum alla þá sem sitja í stjórnum skátafélaga til þess að taka daginn frá.

Skráning er hér.

Kveðja, Júlíus

Í þessari viku:

  • Þriðjudagspóstur á fimmtudegi
  • Fræðslukvöld í kvöld
  • Kveðjur frá Úlfljótsvatni
  • Er stjórn félagsins tilbúin fyrir vetrarstarfið?
  • Haustið nálgast
  • Forsetamerkið
  • Skólabúðir á Úlfljótsvatni

Snjallráð vikunnar

Í miklu roki gagnast regnhlíf lítið.
Klæddu þig í pollagallann og hoppaðu í næstu polla. Það er svo gaman að leika sér úti í roki og rigningu.
Bandalag íslenskra skáta,