Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

22. september 2015

Haustlitaferð skáta
Hvernig væri að skella sér í rútuferð um suðurlandið á laugardaginn?
Frekari upplýsingar og skráning hér. 


HellisheiðarMadness
Skátafélagið Skjöldungar stendur fyrir HellisheiðarMadness núma um helgina, 25.-27. sept. á Hellisheiði. Gist verður í Kút, Bæli og Dalakoti ef þörf krefur. Ekki missa af þessum viðburði en frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.


Fálkaskátadagurinn 2015
Viðburðurinn verður haldinn á höfðuborgarsvæðinu 1. nóv. n.k. Leitað er að skátafélagi til að hafa umsjón með viðburðinum í ár. Áhugasöm skátafélög eru beðin um að hafa samband við sigurlaug@skatar.is fyrir frekari upplýsingar.

Gilwell-leiðtogaþjálfun
Nýr hópur er að fara af stað á skref 1 af 5 þann 10. október. Hvernig væri að kynna sér málið og slást í hópinn. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Varst þú búin að skoða dagskrána á Bland í Poka 2015
Mikið af skemmtilegheitum og fjöri í bland við fræðslu og flottheit. Skráningarnar hrynja inn og nú fer hver að verða síðastu að ná rúmi.... Kíktu á málið hér.

Verndum þau
Því miður þurfti að fella niður "Verndum þau" námskeiðið sem halda átti í Skátamiðstöðinni á fimmtudaginn vegna þátttökuleysis. Þó er tækifæri til að sækja námskeiðið í Egilshöll á sunnudaginn kl. 16:00. Skráning sendist á dagga@skatar.is í síðasta lagi á hádegi á föstudaginn.

Kandersteg Róvervika
Hvernig væri að eyða áramótunum í alþjóðaskátamiðstöðinni í Kandersteg? Flott dagskrá í ótrúlegu umhverfi. Kynntu þér málið hér.

Landsmót Skáta 2015
Viltu fá kynningu fyrir þitt skátafélag um Landsmótið? Endilega sendu póst á landsmot@skatar.is

Skátapepp 23.-25. október
Í þetta sinn verður farið á Grundarfjörð. Skemmtileg námskeið fyrir drótt- og rekkaskáta. Frekari upplýsingar hér.


 

Í þessari viku:

  • Haustlitaferð skáta
  • HeillisheiðarMadness
  • Fálkaskátadagurinn 2015
  • Gilwell-leiðtogaþjálfun
  • Bland í poka - drög að dagskrá
  • Verndum þau - fellur niður
  • Kandersteg Róvervika
  • Landsmót skáta 2015
Bandalag íslenskra skáta,