Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. maí 2016

Vortónleikar Skátakórsins og gesta í kvöld
Þeir verða allir með okkur: Tryggvi Þorsteinsson, David Bowie, Leonard Cohen og fleiri. Tónleikarnir eru í kvöld kl. 20:00 í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Einnig koma fram hæfileikaríkir Kópar og Þjóðlagahópur frá Tónlistarskóla Kópavogs. Smellið hér til að vita meira.


Það er orðið fullt á skyndihjálparnámskeiðið um helgina
Ef þú hefur áhuga er farið að skrá fólk á biðlista og ef eftirspurn er mikil verður skellt í annað námskeið. Sendu póst á dagga@skatar.is ef þig vantar skyndihjálparnámskeið. 


Verndum þau
Skráning er í fullum gangi á "Verndum þau" námskeiðið á fimmtudaginn. Minnum sérstaklega Gilwell-nema og stjórnendur sumarnámskeiða á að þetta námskeið þarf að taka á tveggja ára fresti. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Nóri - Nýtt félagatal
Minnum á ókeypis Nóra námskeið í næstu viku. Nokkur skátafélög hafa gripið boltann og eru búin að skrá sitt fólk - hvað með þitt félag? Frekari upplýsingar má finna hér.

Drekaskátamót - framlengdur skráningarfrestur
Búið er að framlengja skráningarfrestinn til fimmtudagsins 19. maí. Er drekaskátasveitin þín búin að skrá sig? Nánari upplýsingar hér eða hjá Sigurlaugu í s. 550-9810.

Ætlar þú í skátaferð í sumar?
Alþjóðaráð óskar eftir upplýsingum um þær skátaferðir sem íslenskir skátar munu fara í sumar. Vinsamlegast sendið póst á Júlíus og tilgreinið hverjir ferðast, hvenær og hvert ferðinni er heitið.

Vorfagnaður WSM IST
Komdu og vertu með í Moot sem verður "stórasta" skátaævintýri landsins... Mannauðshópur WSM 2017 verður með vorfagnað á Rosenberg á föstudaginn. Skoðaðu málið hér því þér er boðið!

Námskeið vegna sumarnámskeiða og Útilífsskóla
Við minnum á námskeiðin fyrir stjórnendur og starfsfólk sem haldin eru í júní. Skoðið námskeiðin og skráið fólkið ykkar. Þannig höldum við uppi flottu og faglegu skátastarfi á sumarnámskeiðum.
 

Í þessari viku:

  • Vortónleikar Skátakórsins
  • Skyndihjálparnámskeiðið orðið fullt
  • Verndum þau
  • Nóri - félagatal, námskeið
  • Drekaskátamót
  • Skátaferð í sumar?
  • Vorfagnaður WSM IST
  • Námskeið vegna sumarnámskeiða

Vissir þú...

... að sumarið er tíminn fyrir blómlegt skátastarf. Útivist, uppskera og gleði. NJÓTIÐ!
Bandalag íslenskra skáta,