Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

25. febrúar 2014

Styrktarsjóður skáta

Stjórn BÍS auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði skáta 2014. Umsóknarfrstur er til 10. mars 2014.
Úthlutun fer fram á Skátaþingi 2014.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://skatamal.is/styrktarsjodur-skata-auglysir-eftir-umsoknum
 
Kveðja, Júlíus
Ert þú fréttahaukur?
 
Fréttateymi Skátamála leitar að skemmtilegu fólki til að vinna með hópnum. Skátamál er ört stækkandi miðill sem flytur fréttir af skátastarfinu í landinu.
Vilt þú vera með okkur í fréttateyminu? Hvernig væri þá að senda okkur línu á skatar@skatar.is eða hringja í Jón Halldór í síma 6648918, Guðmund Pálsson í síma 6964063 eða Döggu (Valli) í síma 5509800.
 
Kveðja, Skátamál
Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 1 - Starfsgrunnur skáta
 
Hvað er það sem gerir skátastarf að skemmtilegu ævintýri með skýr uppeldismarkmið? Hvernig fer það starf fram? Starfsgrunnur skáta er fyrsta skrefið í Gilwell-leiðtogaþjálfun.
Námskeiðið verður haldið í Skátamiðstöðinni 8. mars frá 9-17.
Skráning fer fram hér: www.skatar.is/vidburdaskraning Frekari upplýsingar um Gilwell leiðtogaþjálfun má finna hér: http://skatamal.is/sjalfbodalidar/gilwell-leidtogathjalfun
 
Kveðja, Dagga
Skátaþing skilafrestir
 
Við minnum á skilafresti fyrir skátaþing 4.-6. apríl. Lagabreytingar 7. mars, framboð og upptaka mála 14. mars, athugasemdum við útsend gögn 28. mars, félagatali 15. mars og lögbundin gögn 4. apríl. Allar nánari upplýsingar er að finna á skatamal.is og hjá undirrituðum. Skráning á skátaþing fer fram á www.skatar.is/vidburdarskraning og þarf að vera lokið fyrir 1. apríl.
 
Kveðja, Jón Ingvar
Ungmennaráð – framboð
 
Vakin er sérstök athygli á því að í fyrsta skipti verður kosið í ungmennaráð. Formaður ungmennaráðs verður að vera á aldrinum 18-25 ára en aðrir ráðsmenn á aldrinum 16-25 ára þegar kosið er skv. Lögum BÍS. Skátafélög eru hvött til að ræða þetta í sýnu félagi og hvetja skáta á aldrinum 16-25 ára til að gefa kost á sér í ráðið. Framboðum þarf að skila í síðastalagi 14. mars á uppstillingarnefnd@gmail.com
 
Kveðja, Jón Ingvar
Agora – rekka og róverskátar – síðasti sjens að skrá sig
 
AGORA er viðburður fyrir rekka- og róverskáta sem haldinn verður í Strassborg í Frakklandi dagana 23.-27. apríl 2014.
Styrkir hafa fengist til að lækka ferðakostnaðinn fyrir 4 þátttakendur og því þurfa þátttakendur væntanlega eingöngu að greiða þátttökugjaldið sem er EUR: 200.00
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 26. febrúar á jon@skatar.is. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS.
 
Kveðja, Jón Ingvar
Róverskátamót á Ítalíu – síðasti sjéns
 
Alþjóðaráði var að berast boð á 34000 manna róverskátamót á Ítalíu sem haldið verður núna 1.-10. ágúst 2014. Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 26. febrúar, nánari upplýsingar eru að finna á skatamal.is.
 
Kveðja, Jón Ingvar
Akela 2014 – frábært tækifæri fyrir drekaskátaforingja

Alþjóðaráð vekur athygli á flottum viðburði fyrir drekaskátaforingja Akela 2014 sem haldin verður í Þýskalandi 2.-6. ágúst. Þarna gefst tækifæri á að hitta foringja frá fjölmörgum Evrópulöndum til að ræða hvað fer fram á fundum, mismunandi lönd og menningarheimar, hvað er það sem brennur á í drekaskátastarfinu í Evrópu. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.akela2014.de

Kveðja, Jón Ingvar
Opið kall:  sjálfboðaliðar – Landsmót skáta
 
Fjölmargir hafa haft samband við mótsstjórn Landsmóts skáta síðustu mánuði og boðið fram aðstoð við ýmis verkefni. Mótssstjórn er mikið í mun að virkja sem flesta og gæta þess að finna verkefni við hæfi. Þess vegna hefur verið útbúið „opið kall“ til að ná utan um hópinn og tryggja að allir sem hafa áhuga á þátttöku í þessu frábæra verkefni sem Landsmót skáta er verði með. Skráðu þig strax í dag á  http://goo.gl/iKwtfE
 
Kveðja, Jón Ingvar
Er þitt félag búið að skrá sig á keilumót?
 
Allar upplýsingar á http://ssr.is/keilumot-gardbua/http://www.youtube.com/watch?v=smAHHVga0PE
 
Skátakveðja
Aðalfundur SSR

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur fyrir árið 2013 verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 , mánudaginn 24. mars 2014 kl. 20:00.
Dagskrá verður samkvæmt lögum SSR sem má finna á heimasíðunni http://ssr.is/gagnasafn/ Kosið verður um tvö embætti stjórnar SSR: varaformann og meðstjórnanda.
Við erum að leita eftir fólki til starfa í þessar stöður eins er velkomið að bjóða sig fram í nefndir SSR.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við formann uppstillingarnefndarí netfangið helgi@skatar.is
 
Með kveðju
Uppstillingarnefnd 

 

Í þessari viku:

 • Snjallráð vikunnar
 • Styrktarsjóður skáta
 • Ert þú fréttahaukur
 • Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 1
 • Skátaþing skilafrestir
 • Ungmennaráð - framboð
 • Agora - rekka og róverskátar
 • Róvermót á Ítalíu
 • Akela 2014 fyrir drekatemjara
 • Opið kall: sjálfboðaliðar fyrir Landsmót skáta
 • Keilumót Garðbúa
 

Á dagskránni:

1/3
Drekaskátadagurinn

5/3
Stjórnarfundur BÍS

8/3
Gilwell-leiðtogaþjálfun skref 1

10/3
Endurfundir skáta

Hér má skoða alla viðburði

 

Snjallráð vikunnar

Hvar er Valli? 
Finndu Valla í þriðjudagspóstinum og sendu okkur hvar þú fannst hann á skatar@skatar.is

 
Bandalag íslenskra skáta,