Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

2. desember 2014

Jólaskemmtun Skátakórsins

Hin árlega jólaskemmtun Skátakórsins verður haldin laugardaginn 6. desember kl. 16:00 í Hraunbyrgi, Hafnarfirði. Kórinn flytur nokkur stórskemmtileg jólalög af sinni alkunnu snilld og býður sína upp á jólaball af bestu sort. Heitt súkkulaði og kræsingar í boði. Jólasveininn kíkir í heimsókn með glaðning fyrir krakkana. 
Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500,- á haus.


Aðventuhátíð og jólahlaðborð

Vegna veðurs þurfti að fresta jólahlaðborði og aðventuhátíð ÚSÚ um síðustu helgi.
Áhugasamir geta því enn skráð sig en við munum njóta næsta sunnudags saman (7. Des). Allar upplýsingar eru á vefsíðu Úlfljótsvatns ásamt skráningu. Takmarkað pláss, fyrstir koma fyrstir fá.


Jólaendurfundir Skáta

Mánudaginn 8. desember verða Jólaendurfundir skáta. Þá koma gamlir félagar saman í skátamiðstöðinni og njóta jólastundar saman. Jólagrautur, síld og annað góðgæti ásamt upplestri úr nýútkominni skáldsögu Kristínar Steinsdóttur, Vonarlandið.
Húsið opnar kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00
Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.


Ertu orðin leið/leiður á barrinu í stofunni?

Skátabúðin er með til sölu Sígræna Jólatréð líkt og undanfarin 21ár. 
Skátafélög fá 20% afslátt til fjáröflunar en tekið skal fram að félagið þarf að panta tréð og reikningur skrifaður á skátafélagið.


Á norðurslóð

Kæru dróttskátaforingjar. Minnið skátana ykkar á dróttskátaviðburðinn Á norðurslóð sem er milli jóla og nýárs á Úlfljótsvatni. Þemað er: Þú ræður. Þetta er skemmtilegur viðburður þar sem skátarnir koma saman og njóta þess að fá smá frí frá ættingjum og hangikjöti.
Skráning á viðburðaskráninarvef skátanna.


Ertu búin að taka frá þína helgi á Úlfljótsvatni?

Nú er svo komið að við erum farin að bóka töluvert fyrir næsta ár (og raunar 2016 líka). Okkur langar því að minna ykkur á að ef þið ætlið ykkur að halda viðburði á Úlfljótsvatni á næsta ári þá þarf að bóka þá fljótlega. Það hjálpar okkur líka að skipuleggja okkur hér og gerir líf allra auðveldara og skemmtilegra. Endilega hafið samband sem fyrst á ulfljotsvatn@skatar.is


Gilwell - Leiðtogaþjálfun skref 1. og 2. í Vestmannaeyjum.

Helgina 17.-18. janúar ætlar Gilwell-skólinn að halda í útrás. Skemmtilegt tækifæri til að heimsækja Eyjarnar og bæta á þekkinguna og færnina í leiðinni.
Frekari upplýsingar má finna hér.


Félagsforingjafundur 24.janúar 2015.

Mundu að taka daginn frá og ekki klikka á að skrá þig. Helstu upplýsngar er að finna HÉR.


 

 Snjallráð vikunnar!


Hvernig væri að sameina alla sveitina í einu tjaldi?Smellið á myndina fyrir frekari upplýsingar. 

Í þessari viku:

  • Jólaskemmtun skátakórsins
  • Aðventuhátíð og jólahlaðborð
  • Jólaendurfundir skáta
  • Barrið í stofunni
  • Á norðurslóð
  • Ertu búin að taka frá þína helgi?
Bandalag íslenskra skáta,