Copy

13. febrúar 2020

ÞESSI VIKA

AUKAPÓSTUR ÞESSA VIKU

Vegna mikillar ásóknar í Þriðjudagspóstinn þessa viku sendum við út aukapóst með viðbótarefni. Ekki gengur að senda þriðjudagspóst á fimmtudegi, því heitir hann nú Skátapósturinn.

Margir viðburðir sem verðskulda kynningu eru komnir inn á nýtt viðburðadagatal skátana sem bættist við heimasíðuna í öðrum áfanga. Þessi póstur er ekki tæmandi, endilega kíkið á viðburðasíðuna okkar. www.skatar.is

Skráning á alla viðburði fer fram á skatar.felog.is

SKÁTAR SYNGJA SAMAN

 

Skátafélagið Vífill í samstarfi við BÍS og félög eldri skáta ætla að endurvekja kvöldvökuhefðina þann 22. febrúar og halda upp á daginn með skemmtilegri skátakvöldvöku. Þar sem Landsmót skáta verður haldið í sumar verður kvöldvakan með landsmótssniði og mörg gömul og ný lög sungin sem tengjast skátamótum.

Kvöldvakan verður haldin í Hofsstaðaskóla við Bæjarbraut, Garðabæ frá kl. 17:00- 18:30 en í lok hennar verður auðvitað boðið uppá kakó og kex.

Skátar eru hvattir til þess að mæta í skátabúning eða með skátaklút og taka endilega með sér félagafána (og statíf).

Allir skátar, skátahópar og skátafélög eru hjartanlega velkomin.

DREKASKÁTADAGUR


Drekaskátadagurinn verður haldinn 1. mars og að þessu sinni heldur skátafélagið Kópar utan um daginn. Dagskráin mun fara fram í nærumhverfi skátaheimilis þeirra en nánari upplýsingar koma þegar nær dregur. Búast má við miklu fjöri og skemmtilegri dagskrá.

HINSEGIN FRÆÐSLA

Í þessu örnámskeiði munum við fara saman yfir grunninn að hinseginleikanum, fara yfir grunnhugtök, orðanotkun og snertifleti þess við starf með ungmennum. K-in okkar fjögur kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Skoða saman myndbönd, gera æfingar úr aðstæðum sem geta komið upp í starfi með ungmennum og taka umræður um það sem getur komið upp í ykkar daglega starfi.

Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna’78, mun sjá um námskeiðið og eru allir 16 ára og eldri velkomnir.


 

BÚKASSI KENNSLA

Bokashi er japönsk aðferð til heimajarðgerðar sem felst í því að lífrænn úrgangur er brotinn niður með hjálp örvera sem gerja hann í loftfyrrtum aðstæðum. Aðferðin er nánast lyktarlaus og getur skilað næringarríkri og nýtanlegri moltu á einungis 6 vikum. Það er lítið mál að vera með bokashi heima hjá sér – en tunnan getur þjónað eins og lítill kolefnisbindari fyrir heimilið.

Jarðgerðarfélagið hefur staðið að kennslu og kynningu á Bokashi síðastliðið ár, en á námskeiðinu eru grunnatriði Bokashi jarðgerðar kynnt, auk þess sem farið er yfir umhverfisáhirf og -ávinning jarðgerðarinnar.

Hægt verður að kaupa Moltunarfötusett á 20% afslætti svo heildarverð er 10.000kr. Settinu fylgja tvær fötur, sigti, glas, pressa og 1kg Bran niðurbrotsefni.14. - 21. febrúar '20
Vetraráskorun Crean

15. febrúar '20
Félagsforingjafundur

20. febrúar '20
Búkassí Kennsla

22. febrúar '20
Skátar syngja saman

1. mars '20
Drekaskátadagurinn

5. mars '20
Hver er framtíð skátaskála á Íslandi

13. - 15. mars '20
Skátapepp

19. mars '20
Hinseginfræðsla

27. - 28. mars '20
Skátaþing
SKRÁNING
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Instagram
Skátarnir á Instagram
Heimasíða skátanna
Heimasíða skátanna

Bandalag íslenskra skáta
Hraunbær 123
Reykjavík 110
Iceland

Add us to your address bookUppfæra upplýsingar eða Afskrá af póstlista.

Email Marketing Powered by Mailchimp