Copy

5. maí 2020

ÞESSI VIKA

ÚLFLJÓTSVATN VAKNAR TIL LÍFSINS

Skólabúðir á Úlfljótsvatni eru að fara aftur í gang og búast má við miklu fjöri þegar staðurinn fyllist aftur af krökkum. Einnig hafa margir leikskólahópar boðað komu sína í vor. Nánari upplýsingar um laus pláss veitir Hulda María.

Tjaldsvæðið við Úlfljótsvatn opnar föstudaginn 15. maí. Taldsvæðið er stórt og því ætti að vera nóg pláss fyrir alla. Veiði í vatninu fylgir með aðgangi að tjaldsvæðinu, ásamt því sem ýmis önnur afþreying er í boði. Athugið að virkir skátar fá afslátt gegn framvísun skátaskírteinis. Nánari upplýsingar og verð má finna á vef Úlfljótsvatns.

SLÓVENAR SAFNA JÁKVÆÐUM SKILABOÐUM

Skátar frá Slóveníu eru að vinna myndband með jákvæðum skilaboðum frá öllum heimshornum. Þau óska eftir þátttöku frá íslenskum skátum. Áhugasamir geta sent inn myndband á netfangið piasivec@gmail.com.

Myndbandið þarf að uppfylla þessi skilyrði:

  • Hámark 5 sekúndur, jákvæð skilaboð á íslensku.
  • Myndbandið þarf að vera á láréttu (landscape) formi.
  • Skátaklútur þarf að vera sýnilegur.
  • Nafn, land og ensk þýðing á myndbandinu þarf að fylgja.
  • Skilafrestur er til 10. maí 2020

STUÐKVÍ - HAPPDRÆTTI OG MERKI

Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar þakklætiskveðjur til sjálfboðaliðanna okkar sem hjálpuðu til við að gera þetta verkefni að veruleika.

Við ætlum að draga út spennandi vinninga og deila út til þeirra sem tóku þátt. Til að fara í pottinn þarft þú að gera verkefni úr #stuðkví, setja á Instagram og merkja með myllumerkjunum #stuðkví og #skátarnir. Ef þið eruð með lokað Instagram eða notið ekki þann miðil geti þið sent tölvupóst á kolbrun@skatar.is og þá komist þið í pottinn!

Dregið verður í beinni á Facebook 18.maí kl 16:00

Auk þess fá allir sem vinna 10 verkefni sérstakt #stuðkví merki. Til að fá merkið þurfi þið að fylla út form á Stuðkví síðu skátanna.

ENDURFUNDIR SKÁTA Á NÝ

Endurfundir skáta verða haldnir á ný eftir Covid hlé, mánudaginn 11. maí n.k. kl. 12:00 í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ. Það er góður hugur í Bakhópnum sem hlakkar til samfundanna. Skátarnir snæða saman léttan málsverð, spjalla heilmikið og „hefja svo söngva snjalla“.  Starfið er komið í gang og sumarið framundan. Húsið opnar kl. 11:30.
Við virðum reglur sóttvarnarlæknis um samkomuhald.
 
Bakhópurinn.

NÝR VEFUR ÆSKULÝÐSVETTVANGSINS

Nýr og mun aðgengilegri vefur Æskulýðsvettvangsins er kominn í loftið. Gefum Semu Erlu Serdar framkvæmdastýru Æskulúðsvettvangsins orðið:

"Það hefur lengi staðið til að uppfæra vefinn og nú á síðustu vikum gafst loksins tími til að gera svo 😊 Hægt er að nálgast upplýsingar um öll verkefni, verkfæri og úrræði samtakanna á auðveldan hátt á vefnum og hægt er að panta námskeið í gegnum vefinn.

Þá er núna mun auðveldara fyrir þolendur og aðra sem vilja tilkynna óæskilega hegðun til fagráðsins að gera svo. Það er nú hægt að gera beint í gegnum vefinn. Við lögðum mikla áherslu á persónuvernd í vinnunni við þetta og sá sem tilkynnir samþykkir reglur samtakanna um persónuvernd sem meðal annars fela í sér að öllum gögnum er eytt af vefnum innan 30 daga.

Vefurinn er hannaður í sama útliti og allt okkar efni. Ég og hönnuðurinn okkar stóðum að verkefninu saman. Ég er mjög sátt með vefinn og vona að þið verðið það líka."

 19. - 21. júní '20
Rekka- og Róverskátamót

28. - 30. ágúst '20
Sumar-Gilwell 2020

14. - 20. júlí '21
Landsmót skáta 2021
 
SKRÁNING
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Skátapóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Facebook
Skátarnir á Instagram
Skátarnir á Instagram
Heimasíða skátanna
Heimasíða skátanna

Bandalag íslenskra skáta
Hraunbær 123
Reykjavík 110
Iceland

Add us to your address bookUppfæra upplýsingar eða Afskrá af póstlista.

Email Marketing Powered by Mailchimp