Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

12. apríl 2016

Lagfæring á fundargerð Skátaþings
Ábending barst um lagfæringu á fundargerð Skátaþings og hefur betrumbætt fundargerð verið sett á vefinn.


Gilwell 4. skref á laugardaginn
Ertu búin að skila af þér 3. skrefs verkefninu? Ertu búin/n að skrá þig? Um að gera að drífa í þessu. Kíktu á málið hér.


Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrsti er í næstu viku, fimmtudaginn 21. apríl. Skátahreyfingin tekur þátt í hátíðarhöldum og bjóða skátafélögin upp á fjölbreytta dagskrá víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar síðar.

Dósakerra Grænna skáta
Við minnum á dósakerruna okkar sem er kjörið fyrir öll skátafélög að nýta sér. Það er mjög auðvelt að safna beint í kerruna og henni síðan einfaldlega skilað inn í Hraunbæ 123 og starfsmenn Grænna skáta sjá svo um afganginn. Hafið samband við Torfa hjá Grænum skátum hér.

Vertu snjall í útivistinni
Hvernig er hægt að nýta snjalltæki til að gera útivistina spennandi? Rafrænir póstaleikir með þrautum og vísbendingum. Laddi sýnir okkur hvað er hægt að gera og sendir okkur svo út að prufa. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Búin/n að svara könnunni?
Kæri skáti, ertu búin að svara könnunni um sjálfboðaliðastarf? Það tekur aðeins nokkrar mínútur og hjálpar til við að greina hvað fær fólk til að sinna sjálfboðaliðastarfi. Könnunina finnur þú hér.
Niðurstöður koma skátahreyfingunni vonandi að gagni við að sinna og fjölga sjálfboðaliðum í skátastarfi.
Takk!

Valdagskrá Landsmóts
Er þinn flokkur búinn að skoða dagskrá landsmóts? Búið er að opna fyrir valdagskrána og þurfa flokkarnir að velja sína dagskrárpósta fyrir miðjan maí. Skoðaðu málið betur hér!

Rekka- og róverhelgin
Langar þig að taka þátt í rekka-og róverhelginni 15. - 17. júlí en kemst ekki á landsmótið? Ekki örvænta því við erum búin að opna fyrir skráningu hér.

 

Í þessari viku:

  • Lagfæring á fundargerð Skátaþings
  • Gilwell 4. skref á laugardaginn
  • Sumardagurinn fyrsti
  • Dósakerra Grænna skáta
  • Fræðslukvöld á mánudaginn
  • Vertu snjall í útivistinni
  • Búin að svara könnunni?
  • Valdagskrá Landsmóts
  • Rekka- og róverhelgin

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Notum góða veðrið og förum út! Hér má finna verkefni sem snúa að náttúrunni og athyglisleikjum.
 
Bandalag íslenskra skáta,