Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

24. janúar 2017

Útfærslukakó Aþenu
Ertu róverskáti á höfuðborgarsvæðinu? Langar þig að taka þátt í róverstarfi og hafa áhrif á framvindu þess? Hefur þú áhuga á því að heimsækja háskólaskáta í Englandi? Kíktu á fund róversveitarinnar Aþenu klukkan 17:00. Nánari upplýsingar hér


Vetrarskátamót
Vetrarmót Reykjavíkurskáta verður haldið í þriðja sinn helgina 27.-29. janúar á Úlfljótsvatni. Mótið er fyrir skáta í Reykjavík frá fálkaskáta aldri og upp úr. Skráningu lýkur á miðvikudaginn 25. janúar. Þeir sem vilja aðstoða við mótið eða kíkja í heimsókn er velkomið að hafa samband við mótsstjóra hér. 


Opinn fundur ungmennaráðs
Ertu rekka- eða róverskáti? Mættirðu á síðasta ungmennaþing? Finnst þér að róverskátaaldurinn ætti að vera 25 ára? Komdu þá á opinn fund Ungmennaráðs 26. janúar þar sem niðurstöður síðasta ungmennaþings verða ræddar! Nánari upplýsingar hér.


Auka skátaþing
Aukaskátaþing verður haldið laugardaginn 4. febrúar 2017 í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Skráning fer fram hér. 

Ný helgi fyrir skyndihjálparnámskeið
12 klst. skyndihjálparnámskeiðið sem fresta þurfti í janúar er komið með nýja helgi. Námskeiðið verður haldið í Skátamiðstöðinni 18.-19. febrúar. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Ungmennaþing 
Ungmennaþing verður haldið 11. febrúar í Hraunbyrgi. Þar fá rekka- og róverskátar tækifæri til að hittast, ræða sitt skátastarf og fræðast um skátaþing. Búið er að opna fyrir skráningu og fer hún fram hér. 
Nánari upplýsingar má svo finna hér.

Speak It Up
Námskeiðið Speak It Up verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 19.-23. apríl 2017. Við hvetjum áhugasama til þess að kynna sér málið og sækja um hér. 
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.

Skátaland
Núna erum við búinn að opna fyrir pantanir fyrir árið 2017 og um að gera að drífa sig að bóka búnað fyrir viðburðinn ykkar. Þá sérstaklega stóru dagana, Sumardaginn fyrsta, Uppstigningardagur, 17. júní. Hafið samband við okkur hér.  Nánari upplýsingar á heimasíðu Skátalands og á Facebook. 

 

Í þessari viku:

  • Útfærslukakó Aþenu
  • Vetrarskátamót 
  • Opinn fundur ungmennaráðs
  • Auka skátaþing
  • Ný helgi fyrir skyndihjálparnámskeið
  • Ungmennaþing
  • Speak It Up
  • Skátaland

Heyrst hefur að á morgun sé síðasti dagurinn til að skrá sig á Vetrarskátamót... Ert þú búin að skrá þig?
 

Bandalag íslenskra skáta,