Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

17. október 2017 

Crean vetraráskorun - Framlengdur umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur um þátttöku í Crean Vetraráskorun var framlengdur um viku. Við hvetjum alla dróttskáta fædda 2002 og 2003 til að taka þátt. Nánari upplýsingar hér á skátamálum. 


Misnotkun barna og okkar viðbrögð við því...
Fimmtudaginn 19. október verður Verndum þau námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins í Skátamiðstöðinni. Námskeiðið stendur frá 19:30-22. Ætlast er til að allir þeir sem vinna með börnum og ungmennum fari reglulega á þessi námskeið til að vita hvernig á að bregðast við ef við grunur vaknar um ofbeldi eða misnotkun á börnum og ungmennum. Upplýsingar og skráning fer fram hér.


Lækjarbotnar 60 ára
22. október næstkomandi verður haldið upp á 60 ára afmæli Lækjarbotna. Það verður opið hús frá 12:00-15:00 upp í skála og margt um að vera. Sjá nanar hér. 


Fálkaskátadagurinn 4. nóvember
Æsispennandi dagskrá fyrir fálkaskáta verður í Laugardalnum, Reykjavík frá 14:00-17:00 laugardaginn 4. nóvember. Búið er að opna fyrir skráningu á skatar.felog.is fyrir fálkaskátana en foringjar melda sig með tölvupósti á dagga@skatar.is. Frekari upplýsingar hér.


Viljið þið fá kynningu á World Scout Jamboree 2019?
Kynningarteymi er farið af stað til að kynna ferð íslenskra skáta á World Scout Jamboree sem fram fer í USA sumarið 2019. Ef þið viljið kynningu núna strax þá endilega hafið samband við Skátamiðstöðina og við komum ykkur í samband við kynningarteymið. 


Í þessari viku:

  • Crean Vetraráskorun - umsóknarfrestur framlengdur
  • Misnotkun barna
  • Fálkaskátadagurinn 4. nóvember
  • Kynning á ferð á WSJ 2019

Heyrst hefur að Salka sé orðin Grúppía í hinni stóru Ameríku og komi ekki aftur fyrr en í næstu viku...

Bandalag íslenskra skáta,