Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

18. apríl 2017 

Sumardagurinn fyrsti 
Líkt og áður munu skátar taka virkan þátt í Sumardeginum fyrsta um allt land. Fylgist með á Skatamal.is þar sem fréttir um hátíðahöld skátafélaganna verða birtar. Einnig viljum við minna á sumarfagnað skáta í Hallgrímskirkju, allir velkomnir!


Endurfundir 24. apríl
Við hitum súpupottinn á mánudaginn. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og matur borinn fram kl. 12:00.  Hlökkum til að sjá ykkur!


Vítamínkvöld - Útivist í skátastarfi 27. apríl
Hvernig má auka útivistina í skátastarfinu?  Ævar Aðalsteinsson og Inga Ævarsdóttir eru sérfræðingar þegar kemur að útilífi og útikennslu. Vítamínkvöldið verðu EKKI innandyra – og fólk beðið að mæta klætt eftir veðri. Frekari upplýsingar og skráning hér.


Hrollur 28.-30. apríl
Ég tók þátt og lifði af... en þú? Nú fer hver að vera síðastur að skrá sig á Hroll. Eru þínir dróttskátar skráðir? Nánari upplýsingar og skráningu má finna hér. 


Félagsstjórnanámskeið 29. apríl
Félagsstjórnanámskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni laugardaginn 29. apríl kl 10-15. Á námskeiðinu verður farið yfir hlutverk og verkefni stjórnar skátafélags. Félagsstjórnir eru hvattar til þess að taka daginn frá. Kveðja, félagaráð.


Ert þú með efni í Skátablaðið?
Ritstjórn Skátablaðsins óskar eftir efni í blaðið. Allar hugmyndir vel þegnar. Áhugasöm sendið póst á skatabladid@skatar.is


Dagskrárráð hittir drekatemjara
Til undirbúnings drekaskátamóts ætlar dagskrárráð ásamt sveitarforingjum drekaskáta að hittast í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 þann 26. apríl kl. 19:30. Þeir sem að hafa áhuga á að vinna að drekaskátamóti eru einnig velkomnir. 


Geta almannaheillasamtök leyst helstu krísur samtímans?
Almannaheill, samtök þriðja geirans, efna til morgunverðarfundar fimmtudaginn 27. apríl um getu almannaheillasamtaka til þess að takast á við krísur samtímans. Sjá nánar hér. 

 

 

Í þessari viku:

  • Sumardagurinn fyrsti
  • Endurfundir 24. apríl
  • Vítamínkvöld - Útivist í skátastarfi 27. apríl
  • Hrollur 28. - 30. apríl
  • Félagsstjórnarnámskeið 29. apríl
  • Ert þú með efni í Skátablaðið? 
  • Dagskráráð hittir drekatemjara
  • Geta almannaheillasamtök leyst helstu krísur samtímans?

Heyrst hefur að dróttskátar alla leið frá Akureyri ætli að mæta á Hroll. Hvað með þína dróttskáta? 

 

Bandalag íslenskra skáta,