Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

21. apríl 2015

Starfsmannabreytingar í Skátamiðstöðinni.
Vegna aukinna umsvifa og áherslubreytinga í rekstri Skátamiðstöðvarinnar er verið að auglýsa eftir starfsmönnum í fjögur stöðugildi. Ákveðið hefur verið að ráða framkvæmdastjóra í allan fjáröflunarrekstur BÍS vegna aukinna umsvifa í Grænum skátum og skipulagsbreytinga í Skátabúðinni ehf. BÍS tók við formennsku Æskulýðsvettvangsins af UMFÍ í byrjun árs og við þá breytingu færist starfsmannaaðstaða starfsmanna yfir til Skátana. Starfsmaður ÆV sótti um fræðslustjórastöðu hjá UMFÍ og því þarf að ráða á ný. Vegna aukinna umsvifa í rekstri BÍS og dótturfélaga þess þurfti að stækka stöðugildi bókarans og var Hanna Guðmundsdóttir ráðin sem bókari BÍS í fullt starf. Þar af leiðandi er staða þjónustufulltrúa laus til umsóknar. Undirbúningur vegna Landsmóts skáta er að fara á fullt og þarf því að ráða starfsmann í fullt starf. Elsí Rós Helgadóttir  var ráðin tímabundið í fimm mánuði. Hún ákvað að klára þetta tímabundna verkefni sem hún að sér sem var ritun Handbókar fyrir Landsmót skáta og láta staðar numið. 
Að því sögðu er verið að leita eftir aðilum í eftirfarandi störf:

Verkefnastjóri viðburða – Landsmótsstjóri
Framkvæmdastjóri Þjóðþrifa
Verkefnastjóri ÆV
Þjónustufulltrúi


Sumardagurinn fyrsti
Á fimmtudaginn fagna landsmenn fyrsta degi hörpu mánaðar skv. gamla dagatalinu, Sumardeginum fyrsta. Að venju standa skátafélög um land allt fyrir viðburðum þennan dag. Hér má finna yfirlit yfir verkefni skátafélaga þennan dag.


Hamborgaraveisla sumardagsins fyrsta í boði SSR
Staðsetning; Háahlíð 9, skátaheimili Landnema
Tímasetning: kl. 19:00
Dagskrá; Opið hús, varðeldur, gítarspil og spilaspil
Fyrir hverja; Rakkaskáta og eldri
Matur; Hamborgarar, gos og meðlæti
Stjórn SSR á grillinu undir forystu Túra

Opinn fundur um búningamál 28. apríl kl. 19:30
Upplýsingaráð heldur opinn vinnufund um skátabúninginn, skátaklæðnað og einkennismerki skátahreyfingarinnar. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Frekari upplýsingar hér.


Drekaskátamót 2015
Fyrsta fréttabréfið vegna drekaskátamóts var sent út í síðustu viku á skráða sveitarforingja Drekaskáta skv. félagatali BÍS, en einnig á félagsforingja. Ef einhver hefur ekki fengið bréfið er viðkomandi beðin að hafa samband við okkur í Skátamiðstöðinni eða senda tölvupóst á drekaskatamot@skatar.is


Viðeyjarmót Landnema
Hið árlega Viðeyjarmót, sem skátafélagið Landnemar stendur fyrir, verður haldið 26.-28. júni 2015. Í ár bjóðum við öllum skátum landsins velkominn í heimsókn hjá Hótel Jörð þar sem að áhersla er lögð á gleði, sjáflbærni og nýtingu á auðlindum. Allar nánari upplýsingar verður hægt að finna á www.landnemi.is/videy á komandi dögum.


Tjaldaleiga skáta er að fara á fullt eftir veturinn. Hreiðar Oddsson og Sigurgeir Bjartur Þórisson hafa verið ráðnir til að sinna rekstri tjaldaleigunnar í sumar. Við hvetjum ykkur til að líka við facebook síðu tjaldaleigunnar og deila til vina og aðra áhugasamra.


WSM 2017 - íslenski fararhópurinn
Kynning er hafinn vegna þátttöku íslenskra skáta í 15th World Scout Moot sem haldið verður hér á landi sumarið 2017. Hluti af undirbúningnum felst í því að heimsækja öll skátafélög landins og kynna mótið. Þvi leitumst við eftir því að fá frá ykkur upplýsingar um hvenær það hennti að fá okkur í heimsókn. Vinsamlegast sendið upplýsingar á worldscoutmoot@skatar.is


Íslenski fáninn í öndvegi
Líkt og undanfarin ár gefur skátahreyfinginn öllum börnum landsins í 2. bekk grunnskóla, íslenska fánann ásamt upplýsingabæklingi. Dreyfing fór fram í síðustu viku og vonumst við til að sjá fullt af fánum á lofti við hátíðarhöld um land allt á fimmtudaginn.


Opið kall - Undirbúninghópur fyrir stofnun Róverhjálparsveitar skáta.
Hópurinn vinnur að verklýsingu fyrir leiðtoga Róverhjálparsveitar, skilgreiningu á starfi sveitarinnar og markmiðum hennar. Áhugasamir eru hvattir til að senda tölvupóst á dagga@skatar.is.


Öryggisnefnd
Stjórn BÍS óskar eftir áhugasömu fólki tl starfa í öryggisnefnd BÍS. Hlutverk öryggesnefndar er fyrst og fremst að fara yfir öryggismál í skátastarfi og koma með tillögur til þess að auka öryggi þátttakenda í skátastarfinu, sérstaklega á viðburðum sem Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir. Áhugasamir sendi upplýsingar um sig í Júlíusar í Skátamiðstöðinni fyrir 1. maí.
 

Í þessari viku:

  • Starfsmannabreytingar í skátamiðstöðinni
  • Sumardagurinn fyrsti
  • Opinn fundur um búningamál
  • Drekaskátamót 2015
  • Viðeyjarmót Landnema
  • Tjaldaleiga skáta
  • Íslenski fáninn í öndvegi
  • Opið kall - Undirbúningshópur fyrir stofnun Róverhjálparsveitar skáta
Bandalag íslenskra skáta,