Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

20. janúar 2015

Gilwellskólinn auglýsir Markþjálfanámskeið
Áhugavert námskeið á framhalds- og símenntunarbraut Gilwell-leiðtogaþjáfunarinnar verður haldið laugardaginn 24. janúar og laugardaginn 14. febrúar.
Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.


Róversveitin Ragnarök auglýsir fyrsta fund á nýju ári. Hellaferð í Raufarhólshellir sunnudaginn 25. janúar. Lagt verður af stað frá Skátamiðstöðinni á einkabílum kl. 17:30. Munið að mæta með hjálma og ljós og verið viðbúin að borga smá bensín. Allir að mæta.


#roddungraskata
Ungmennaráð er á ferð og flugi þessa dagana að funda með ungmennum á aldrinum 16-25 ára um land allt. Næsti fundur verður haldinn á Selfossi, mánudaginn 26. janúar kl. 20:00. Frekari upplýsingar má finna hér.


Félagsforingjafundur 7. febrúar á Úlfljótsvatni
Sendur hefur verið póstur á alla félagsforingja og þeim boðið á félagsforingjafund á Úlfljótsvatni þann 7. febrúar. Við minnum á skráningu í viðburðaskráningarkerfinu.


Ertu laus á laugardaginn?
Okkur vantar röskan aðila eða tvo til að aðstoða okkur við að hita súpu og hella uppá kaffi á meðan námskeið er hér í Skátamiðstöðinni.
Ef þú ert laus þá endilega sendið línu á dagga@skatar.is


Drekaskátadagurinn 2015
Dagskrárráð og viðburðastjóri auglýsa eftir samstarfsfélagi til að vinna að drekaskátadeginum þann 1. mars 2015.
Áhugasamir hafi samband við viðburðastjóra.


 

 

Í þessari viku:

  • Gilwellskólinn auglýsir Markþjálfanámskeið
  • Rósversveitin Ragnarök
  • #roddungraskrata
  • Félagsforingjafundur
  • Ertu laus á laugardaginn?
  • Drekaskátadagurinn 2015
Bandalag íslenskra skáta,