Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

9. september 2014

Litla – kompás námskeið
 
Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn á aldrinum 7 – 13 ára, sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem vinna með börnum. Í tilefni af útgáfu bókarinnar stendur Æskulýðsvettvangurinn með öðrum fyrir fimm námskeiðum í notkun á bókinni. Hér má nálgast nánari upplýsingar um innihald, stað og tíma námskeiða 
 
Skráning fer fram á netfanginu ragnheidur@aeskulydsvettvangurinn.is Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang og starfsvettvangur. Þátttökugjald er 1000kr. og greiðist í upphafi námskeiðs.

Kveðja, Ingibjörg

Átt þú lausa hendi á sunnudaginn?

Gilwell - leiðtogaþjálfun fer fram í Hraunbyrgi um helgina og okkur vantar einhver sem er til í að aðstoða okkur í eldhúsinu á sunnudaginn. Ef þú ert laus frá 8:30-16:00 þá endilega hafðu samband við Döggu á skatar@skatar.is. 

Kveðja, Gilwell teymið

Síðasta útkall - Forsetamerki - umsóknarfrestur rennur út 15. september

Nú fer að líða að afhendingu Forsetamerkis sem margir Rekkaskátar eru búnir að vinna í í langan tíma. Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2014. Umsóknum skal skila til Fræðslustjóra BÍS í Skátamiðstöðinni eða með tölvupósti á ingibjörg@skatar.is

Frekari upplýsingar um uppsetningu og kröfur má finna hér

Kveðja, Ingibjörg

Skátafélagið Svanir leita að starfsmann.

Meðal verkefna starfsmanns er að aðstoða við starf fálkaskáta, kaupa inn fyrir fundi, aðstoða foringja, sjá um foringjaráðsfundi,  samskipti við foreldra og aðstoða varðandi agamál. Uppfæra heimasíðu og setja inn fréttir á facebook.
Fastur vinnutími starfsmanns er á fundartímum drekaskáta og fálkaskáta. Drekaskátar funda á mánudögum kl. 17:00 og fálkaskátar funda á fimmtudögum kl. 17:00, ásamt tilfallandi vinnu á öðrum tímum. Miðað er við vikulegan vinnutíma upp á 6 klst.

Umsækjandi verður að hafa náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð. Æskilegt er að starfsmaður hafi bakgrunn af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu stjorn@svanir.is
Umsóknarfrestur er til 21. September 2014. Umsóknum skal skila á netfangið stjorn@svanir.is

Kveðja, Skátafélagið Svanir

Nanna hætt störfum

Nanna Guðmundsdóttir, sem hefur verið í hlutastarfi síðustu misseri, hefur ákveðið að snúa sér alfarið að námi sínu. Stjórn og starfsfólk BÍS þakkar henni fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar henni velfarnarðar í námi. Hennar verkefni færast á aðra starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar.

Kveðja, Hermann

Dagur íslenskrar náttúru 

Nú nálgast Dagur íslenskrar náttúru og að venju höldum við hann hátíðlegan 16. september næstkomandi. Við minnum á að umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur á vefsíðu sinni utan um upplýsingar um viðburði, verkefni og uppákomur sem efnt er til í tilefni dagsins og má senda slíkar upplýsingar á Bergþóru í Umhverfis- og auðlindaráðurneytinu, á netfangið bergthora.njala@uar.is

Kveðja, Íslensk náttúra

Bland í poka frestað

Af óviðráðanlegum orsökum er Bland í poka sem halda átti 10.-12. október frestað fram á vormánuði.
Þess í stað verður haldið félagsstjórnunarnámskeið í Skátamiðstöðinni þessa helgi. Nánari upplýsingar um það þegar nær dregur. Við hvetjum félagsstjórnir til þess að taka helgina frá.

Kveðja, Júlíus

Stjórn BÍS skiptir um fundarviku

Frá og með 17. september mun stjórn BÍS skipta um viku sem þau hittast. Það þýðir að þau hittast næst miðvikudaginn 24. september.

Kveðja, Stjórn BÍS

Verndum þau um land allt

Verndum þau námskeiðin eru á vegum Æskulýðsvettvangsins og ætlast er til þess að allir skátar 18 ára og eldri sem vinna með börnum sæki þessi námskeið. Námskeið fram að áramótum  eru kominn inn á dagatalið okkar og hvetjum við alla að sækja þessi námskeið.

Kveðja, Ingibjörg

Heimsóknir til skátafélaga

Síðustu tvær vikur septembermánaðar verður stjórn BÍS og starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar á ferð og flugi því ætlunin er að heimsækja skátafélögin á þessum tíma.
Hugmyndin er að eiga samtal við fulltrúa stjórnar og foringja skátafélaganna um það sem helst er á döfinni í starfi félagsins, hvernig samskipti ganga við foreldra, sveitarstjórn og aðra samstarfsaðila ásamt því að fá að heyra hugmyndir félagsmanna um starfsemi BÍS og hvernig þeir telja að BÍS geti sem best stutt við skátastarfið í félaginu.

Stjórn BÍS og starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar hlakka til fundanna og vona að þeir verði bæði skemmtilegir og árangursríkir.

Kveðja, Júlíus

Laganefnd hefur hafið störf að nýju eftir sumarleyfi.

Milliþinganefnd um lög BÍS fundaði í gær og lauk yfirferð sinni yfir umsögn um lagafrumvarp stjórnar BÍS og mun senda hana frá sér á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að opnaður verði vefur þar sem skátafélögin geta sett inn sínar athugasemdir við umsögnina og væntanlega einnig þær tillögur sem nefndin mun setja fram í framhaldinu.

Gert er ráð fyrir að nefndin standi fyrir opnum fundi um málið og er stefnt að því að hann verði haldinn helgina 11.-12. október í tengslum við félagsstjórnanámskeiðið í Skátamiðstöðinni. Nefndin hvetur alla sem áhuga hafa á þessum málum til þess að nýta sér vefinn þegar hann verður opnaður og koma á kynningarfundinn. Einnig geta fulltrúar þeirra skátafélaga sem ekki hafa átt fulltrúa á undanförnum fundum nefndarinnar bæst í hópinn. Nefndin fundar alla mánudaga kl. 20:00 í Skátamiðstöðinni.

Kveðja, Júlíus

Í þessari viku:

 • Litla - kompás námskeið
 • Átt þú lausa hendi á sunnudaginn?
 • Síðasta útkall - Forsetamerki
 • Skátafélagið Svanir leita að starfsmanni
 • Nanna hefur hætt störfum
 • Dagur íslenskrar náttúru
 • Bland í poka frestað
 • Stjórn BÍS skiptir um fundarviku
 • Verndum þau um land allt
 • Heimsóknir til skátafélaga
 • Laganefnd búin í sumarleyfi
 • Snjallráð vikunnar

Á dagskránni:

13/9
Gilwell - leiðtogaþjálfun skref 5

15/9
Síðasti skiladagur fyrir Forsetamerki

16/9
Verndum þau KFUM og KFUK

17-30/9
Stjórn BÍS heimsækir skátafélögin

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Gott skipulag er gulli betra. Mundu eftir starfsáætluninni.
 
Bandalag íslenskra skáta,