Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

21. janúar 2014

Mannauðsstjórnun og fullorðnir í skátastarfi (framhald)
 
Fyrri hluti námskeiðsins fór fram laugardaginn 16. nóvember í Skátamiðstöðinni Hraunbæ, síðari hluti námskeiðsins verður 1. febrúar 2014
Með því að ljúka á fullnægjandi hátt tveimur framhaldsnámskeiðum samkvæmt persónulegri áætlun og námssamningi fær viðkomandi Gilwell-skáti þriðju „skógarperluna“ og þar með aðild að Gilwell-teyminu sem vinnur að uppbyggingu Gilwell-leiðtogaþjálfunar á Íslandi.
Námskeiðið nýtist öllum þeim sem vilja auka leiðtogafærni sína, jafnt í skátastarfi og á vinnumarkaði eða í öðrum daglegum störfum.
Skráning er hafin: www.skatar.is/vidburdaskraning
 

Kveðja, Dagga
 
Viltu efla alþjóðatengslin í skátasveitinni eða félaginu þínu?
 
Reglulega fær alþjóðaráð fyrirspurnir frá erlendum hópum sem vilja komast í samband við íslenska skátahópa, ýmist í regluleg samskipti (vinasveitir) eða til að hitta íslenska skáta á ferðalögum sínum hingað.  Í gegnum svona boð gefast kærkomin tækifæri til að taka þátt í alþjóðastarfi í heimabyggð og jafnvel á erlendri grundu líka.  Við hvetjum skátasveitir til að nýta sér þessi tækifæri.
 
Nú hefur þýskur skátahópur óskað eftir að komast í samband við skáta í Reykjavík eða nágrenni.  Skátarnir í hópnum eru á aldrinum 15-24 ára og þeir eru á leið hingað til lands í sumar og vilja gjarnan hitta íslenskan skátahóp og gera eitthvað skemmtilegt saman.  Þýski hópurinn verður á Íslandi dagana 4.-24. ágúst, þar af í Reykjavík síðust 4-6 dagana.
 
Þeir sem hafa áhuga á að hitta þennan þýska hóp í sumar láti alþjóðaráð vita sem fyrst í netfangið jon@skatar.is
 
Kveðja, Alþjóðaráð

 
Æskulýðssjóður – umsóknarfrestur til 3. Febrúar
 
Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskylýðssamtaka.
Nánari upplýsingar má finna á: http://rannis.is/menntun-og-menning/aeskulydssjodur/
 
Skoðið endilega málið og athugið hvort skátafélagið hefur möguleika á að sækja um styrk.
 
Kveðja, Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar

 
Ný verðskrá fyrir Úlfljótsvatn

Útilífsmiðstöð skáta hefur gefið út nýja verðskrá til skátafélaga. Verðin gilda fyrir árið 2014 og hafa þegar tekið gildi. Verðskráin hefur verið send á stjórnir skátafélaganna og á félagsforingja. Hafi hún ekki borist má hafa samband við ulfljotsvatn@skatar.is og fá hana senda.
Markmið starfsfólks ÚSÚ er að gera sem öllum skátafélögum kleift að nýta aðstöðuna á Úlfljótsvatni. Við hvetjum alla til að hafa samband við okkur, starfsfólk ÚSÚ er alltaf tilbúið að aðstoða við skipulag ferða.
 
Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ
 
Upplýsingasíða fyrir Japan 2015
 
Opnaður hefur verið upplýsingavefur um ferð íslenskra skáta á heimsmót skáta í Japan 2015. Endilega kíkið á vefinn og meiri upplýsingar munu koma þar inn á næstu vikum. www.jamboree2015.skatar.is
 
Kveðja,Fararstjórn World Scout Jamboree 2015
 
Er búið að dagsetja aðalfund skátafélagsins?
 
Í 15. Grein laga BÍS segir:
Á árlegum aðalfundi skátafélaga skulu stjórnir þeirra leggja fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af félagskjörnum skoðunarmönnum.
Skátafélög skulu fyrir 15. mars árlega standa skil á eftirtöldu til skrifstofu BÍS:
félagsgjöldum, félagatali skv. nánari útfærslu í reglugerð, starfsáætlun næsta árs, gildandi lögum, ársreikningum, ársskýrslu.
Að uppfylltum þessum  skilyrðum öðlast skátafélag rétt til þjónustu BÍS og atkvæðisrétt á Skátaþingi.
 
Við í Skátamiðstöðinni óskum eftir að fá sendar upplýsingar um tímasetningar aðalfunda skátafélaganna til þess að mögulega geti fulltrúar stjórnar BÍS eða Skátamiðstöðvarinnar mætt á fundina.
 
Starfsmenn Skátamiðstöðvarinnar geta einnig aðstoðað stjórnir skátafélaga við undirbúning aðalfunda. Við getum aðstoðað við gerð ársskýrslu, ársreiknings, starfsáætlunar og lagabreytinga.
Hafið samband við Júlíus félagsmálastjóra, julius@skatar.is
 
Kveðja, Júlíus
 
Ert  þú RosAleg/ur?

Við leitum að hressum skátum til að koma í skipulagsteymi nýs skátaviðburðar RosAsumar sem er fyrir Rekka- og Róverskáta. Viðburðurinn verður haldinn í tveimur hlutum, 30. maí til 1. júní og seinni helgi í lok ágúst. Ef þú ert hress og til í að slást í hópinn sendu þá línu á jon@skatar.is.

Kveðja, Jón Ingvar
Villt þú vinna að jafnréttismálum skáta? 
 
Evrópustjórn WAGGGS og Finnsku skátarnir standa fyrir vinnustofu um að vinna með körlum og drengjum í jafnréttismálum dagana 9.-12. maí 2014 í Finnlandi. Þátttakendur þurfa að vera skátar, helst yngri en 30 ára með brennandi áhuga á málefninu. Vinnustofan sjálf er þátttakendum að kostnaðarlausu og 70% af flugfargjaldi er endurgreiddur.  Umsóknarfrestur er til 3. febrúar og skal senda þær til jon@skatar.is
 
Alþjóðaráð BÍS gerir kröfu um að viðkomandi skili stuttri skýrslu um ferðina til ráðsins eftir heimkomu og mun jafnvel biðja viðkomandi um að segja frá ferðinni á kynningarfundi/um.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason viðburðarstjóri BÍS.
 
Kveðja, Alþjóðaráð
 
Drekaskátadagur í Kópavogi
 
Kópar hafa tekið að sér að skipuleggja Drekaskátadaginn 1. mars nk. Takið daginn frá fyrir ykkar drekaskáta en nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.
 
Kveðja, Jón Ingvar
 
Þróunin á Innleiðing í áföngum – 4 áfangar í stað 7.
 
Innleiðingarnámskeiðin eru í sífelldri þróun út frá því hvaða þarfir hafa komið í ljós á námskeiðunum, í tengslum við raunveruleikann úti í félögunum. Alltaf gott að vera í tengslum við hann ;) Innleiðing í áföngum hefur þannig breyst örlítið því það virðist vera hagkvæmara fyrir félögin að fá aðferðafræðina á einu bretti, þ.e.  yfirlit yfir skátaaðferðina (greining á stöðunni í félagi), flokkakerfið og dagskrárhringinn.
 
Nú verða innleiðingarnámskeið framtíðar því fjögur:
 
Skátaaðferðin (greining á stöðu), flokkakerfið og dagskrárhringurinn
Fjölgun fullorðinna sjálfboðaliða (þróun á efni sem tengist námskeiði í framhaldsnámskeiðum Gilwell – sem n.b. allir mega sitja – skráning hafin á námskeið 1. feb.)
Markmiðakerfið/Hvatakerfið. Áfangamarkmið, þroskaferill skátans, sérkunnáttukerfið og hvatakerfið í heild. (Kerfi sem auðvelt er að innleiða eftir að 1. hluti innleiðingar er kominn vel af stað – væntanlega mögulegt í haust hjá mörgum félögum)
Táknræn umgjörð og gildagrunnur (skátinn sem könnuður, táknrænar fyrirmyndir,vinna með skátalög og skátaheit, hjálpsemisþátturinn)
 
Við leggjum áherslu í vetur á 1. hluta innleiðingar – yfirlit yfir skátaaðferð, flokkakerfið og dagskrárhringinn– að við séum farin að nota umgjörð skátaaðferðarinnar, flokkakerfi, dagskrárhring (virkja sveitarráð, lýðræði í vali verkefna o.fl.). Góða lýsingu á námskeiðunum er að finna á nýju heimasíðunni http://skatamal.is/sjalfbodalidar/namskeid
Hafið endilega samband í síma 550-9803 eða á ingibjorg@skatar.is
 
Kveðja, Ingibjörg
 
Flott fjáröflunartækifæri
 
Skátamiðstöðin hefur gert samning við netsöfnun.is um þjónustu við fjáraflanir skátafélaga. Netsöfnun.is býður uppá fjölbreytt úrval af vörum til að selja í fjáröflunarskini og auk þess tól til að halda utan um hvað hver og einn selur. Öll sala er kláruð í gegnum kerfið svo ekkert vesen við að rukka inn eða leggja út fyrirfram. Hvert félag fær eigin síðu og heldur algjörlega utan um sýna fjáröflun. Kíkið á http://skatarnir.netsofnun.is/ og hefjist handa strax í dag.
 
Kveðja, Jón Ingvar

Í þessari viku:

 • Mannauðsstjórnun og fullorðnir í skátastarfi
 • Viltu efla alþjóðatengslin í skátasvetinni eða félaginu þínu
 • Æskulýðssjóður - umsóknarfrestur til 3. febrúar
 • Ný verðskrá fyrir Úlfljótsvatn
 • Upplýsingasíða fyrir WSJ Japan 2015
 • Er búið að dagsetja aðalfund félagsins?
 • Ert þú RosAleg/ur?
 • Villt þú vinna að jafnréttismálum skáta?
 • Drekaskátadagur í Kópavogi
 • Þróunin á Innleiðing í áföngum - 4 áfangar í stað 7.
 • Flott fjáröflunartækifæri
 • Snjallráð vikunnar

 

Á dagskránni:

1/2
Mannauðsstjórnun og fullorðnir í skátastarfi.

10/2
Endurfundir skáta

15/2
Félagsforingjafundur

17-22/2
Góðverkadagar

 

Smá meira

Snjallráð vikunnar

Vissir þú að Sumardagurinn fyrsti kemur á sama tíma ár hvert?
Hvernig væri að hefja undirbúninginn snemma í ár?
Þannig er auðveldara að virkja fólk til aðstoðar.
 
Bandalag íslenskra skáta,