Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

5.apríl 2016

Tækifæri í alþjóðastarfi
Hefur þú kynnt þér facebooksíðu alþjóðaráðs: Tækifæri í alþjóðastarfi? Þar kynnir alþjóðaráð mörg spennandi tækifæri fyrir íslenska skáta til að taka þátt í alþjóðlegum viðburðum. Kynntu þér málið hér strax í dag!


Fundargerð Skátaþings
Fundargerð Skátaþings er komin inn á vef þingsins. Hérna getur þú nálgast hana.


Leiðbeinendanámskeið
Viltu auka færni þína og þekkingu í að leiðbeina á námskeiðum? Um helgina fer fram fyrri hluti Leiðbeinendanámskeiðs á vegum Gilwell-skólans. Námskeiðið er öllum skátum 18 ára og eldri að kostnaðarlausu. Skoðaðu málið hér.


Endurfundir skáta
Á mánudaginn er enn á ný komið að því að hita súpupottinn og taka á móti Endurfundahópnum. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og súpan borin fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur.

Evrópuþing skáta
Evrópuþing skáta verður haldið í Osló í Noregi og hefst 17. júní. Alþjóðaráð vill gefa áhugasömum skátum kost á því að taka þátt í þinginu á eigin kostnað. Nánari upplýsingar veitir Júlíus í Skátamiðstöðinni.

Skátalíf er útilíf
Fræðslukvöldið í apríl er tileinkað útilífi. Hvernig getum við komið útilífi inn í dagskrána án þess að vera í endalausum eltingarleik eða fjallgöngum? Komdu á fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar þann 18. apríl. Nánari upplýsingar og skráning hér.

4. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar
Áttu eftir að skrá þig? Ekki draga það of lengi...4.skrefið fer fram 16. apríl í Skátamiðstöðinni. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Vetrarverkefni Landsmóts skáta
Er þinn flokkur búinn að skila inn? Þriðju skilin eru 11. apríl á netfangið vetur@skatar.is

R.S. Gangan er um helgina!
Ert þú ekki örugglega búin að skrá þig? Allar helstu upplýsingar og skráning hér.

Grænir skátar fengu heimsókn á dögunum
Grænir skátar fengu skemmtilega heimsókn í síðustu viku þegar Pétur Jóhann kom í vinnustaðaheimsókn frá þættinum "Ísland í dag" til að sjá hvernig þeir vinna vinnuna sína. Hægt er að sjá heimsóknina hér.

Aukavinna hjá Skátalandi
Skátaland leitar eftir skátum sem eru í fjáröflunum. Skátaland er með fjölmörg verkefni þar sem okkur vantar aukahendur á mismunandi tímum. Ef þið hafið áhuga á að afla ykkur smá auka tekna þá getið þið skráð ykkur hér.

Ný dósakerra hjá Grænum skátum
Þar sem við erum að finna fyrir auknum áhuga á dósasöfnun Grænna skáta er kjörið fyrir skátafélögin að nýta sér það. Grænir skátar voru að fjárfesta í dósakerru sem lánuð er til skátafélaga og mjög auðvelt að safna beint í kerruna og skila henni síðan beint upp í Hraunbæ 123 og starfsmenn Grænna skáta sjá svo um afganginn. Frekari upplýsingar hjá torfi@skatar.is

Sumarstörf hjá Skátalandi
Skátaland auglýsir eftir tveimur skátum 18 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna hjá Skátalandi í sumar. Umsóknarfresturinn rennur út mánudaginn 11. apríl.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í boði, umsóknir og nánari upplýsingar sendist til Jóns Andra á skataland@skataland.is

Í þessari viku:

 • Tækifæri í alþjóðastarfi
 • Fundargerð Skátaþings
 • Leiðbeinendanámskeið
 • Evrópuþing skáta
 • Endurfundir skáta
 • Skátalíf er útilíf
 • 4. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar
 • Vetrarverkefni Landsmóts skáta
 • R. S. Gangan
 • Grænir skáta fengu heimsókn
 • Aukavinna hjá Skátalandi
 • Ný dósakerra hjá Grænum skátum
 • Sumarstörf hjá Skátalandi

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Núna þegar snjórinn er farinn er um að gera að fegra umhverfið og tína upp rusl. En ruslatínsla þarf ekki að vera leiðinleg. Hér er verkefni sem hægt að útfæra á ýmsa vegu.
Bandalag íslenskra skáta,