Tækifæri í alþjóðastarfi
Hefur þú kynnt þér facebooksíðu alþjóðaráðs: Tækifæri í alþjóðastarfi? Þar kynnir alþjóðaráð mörg spennandi tækifæri fyrir íslenska skáta til að taka þátt í alþjóðlegum viðburðum. Kynntu þér málið hér strax í dag!
Fundargerð Skátaþings
Fundargerð Skátaþings er komin inn á vef þingsins. Hérna getur þú nálgast hana.
Leiðbeinendanámskeið
Viltu auka færni þína og þekkingu í að leiðbeina á námskeiðum? Um helgina fer fram fyrri hluti Leiðbeinendanámskeiðs á vegum Gilwell-skólans. Námskeiðið er öllum skátum 18 ára og eldri að kostnaðarlausu. Skoðaðu málið hér.
Endurfundir skáta
Á mánudaginn er enn á ný komið að því að hita súpupottinn og taka á móti Endurfundahópnum. Húsið opnar að venju kl. 11:30 og súpan borin fram kl. 12:00. Hlökkum til að sjá ykkur.
Evrópuþing skáta
Evrópuþing skáta verður haldið í Osló í Noregi og hefst 17. júní. Alþjóðaráð vill gefa áhugasömum skátum kost á því að taka þátt í þinginu á eigin kostnað. Nánari upplýsingar veitir Júlíus í Skátamiðstöðinni.
Skátalíf er útilíf
Fræðslukvöldið í apríl er tileinkað útilífi. Hvernig getum við komið útilífi inn í dagskrána án þess að vera í endalausum eltingarleik eða fjallgöngum? Komdu á fræðslukvöld Skátamiðstöðvarinnar þann 18. apríl. Nánari upplýsingar og skráning hér.
4. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar
Áttu eftir að skrá þig? Ekki draga það of lengi...4.skrefið fer fram 16. apríl í Skátamiðstöðinni. Frekari upplýsingar og skráning hér.
Vetrarverkefni Landsmóts skáta
Er þinn flokkur búinn að skila inn? Þriðju skilin eru 11. apríl á netfangið vetur@skatar.is
R.S. Gangan er um helgina!
Ert þú ekki örugglega búin að skrá þig? Allar helstu upplýsingar og skráning hér.
Grænir skátar fengu heimsókn á dögunum
Grænir skátar fengu skemmtilega heimsókn í síðustu viku þegar Pétur Jóhann kom í vinnustaðaheimsókn frá þættinum "Ísland í dag" til að sjá hvernig þeir vinna vinnuna sína. Hægt er að sjá heimsóknina hér.
Aukavinna hjá Skátalandi
Skátaland leitar eftir skátum sem eru í fjáröflunum. Skátaland er með fjölmörg verkefni þar sem okkur vantar aukahendur á mismunandi tímum. Ef þið hafið áhuga á að afla ykkur smá auka tekna þá getið þið skráð ykkur hér.
Ný dósakerra hjá Grænum skátum
Þar sem við erum að finna fyrir auknum áhuga á dósasöfnun Grænna skáta er kjörið fyrir skátafélögin að nýta sér það. Grænir skátar voru að fjárfesta í dósakerru sem lánuð er til skátafélaga og mjög auðvelt að safna beint í kerruna og skila henni síðan beint upp í Hraunbæ 123 og starfsmenn Grænna skáta sjá svo um afganginn. Frekari upplýsingar hjá torfi@skatar.is
Sumarstörf hjá Skátalandi
Skátaland auglýsir eftir tveimur skátum 18 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna hjá Skátalandi í sumar. Umsóknarfresturinn rennur út mánudaginn 11. apríl.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í boði, umsóknir og nánari upplýsingar sendist til Jóns Andra á skataland@skataland.is
|