Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

21. ágúst 2014

Þriðjudagspóstur á fimmtudegi

Vegna sumarleyfa og fundahalda kemur Þriðjudagspósturinn út í dag, fimmtudag, en ekki á sínum hefðbundna tíma. Vonandi raskar þetta þó ekki vinnuvikunni ykkar. Sendum spræk út næsta þriðjudagspóst á réttum degi.
Ef þið eru með efni sem þið viljið koma í Þriðjudagspóstinn hvetjum við ykkur til að senda það á skatar@skatar.is í síðasta lagi mánudaginn fyrir útsendingu. 
Þriðjudagspósturinn er jú okkar allra.

Kveðja, Dagga

Fræðslukvöld um félagatalið í kvöld!

Kannt þú að nýta þér allt það sem félagatalið getur gert fyrir þig. Eru upplýsingar félagsins réttar í félagatalinu? Eru félagsgjöldin uppfærð, sveitarforingjar og fundartímar? 

Skráning fer fram á www.skatar.is/vidburdaskraning 

Kveðja, Dagga

Kveðjur frá Úlfljótsvatni

Takk fyrir sumarið!

Kæru skátar og aðrir sem að fá þennan póst. Okkur hér á Úlfljótsvatni langar til að þakka fyrir frábært samstarf á þessu sumri. Við höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa frábært starfsfólk í sumar og ekki síður frábæra sjálfboðaliða. Okkur langar að þakka ykkur öllum fyrir það óeigingjarna starf sem þið hafið látið Úlfljótsvatn njóta í sumar. Það skilar sér og mun halda áfram að skila sér inn í framtíðina.

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ

Er stjórn félagsins tilbúin fyrir vetrarstarfið?
 • Hefur starfsáætlun félagsins verið uppfærð?
 • Er búið að manna allar foringjastöður?
 • Er búið að ákveða fundartíma sveitanna?
 • Er búið að ákveða árgjaldið?
 • Er búið að ákveða hvað er innifalið í árgjaldinu?
 • Er búið að skipuleggja kynningu á skátastarfinu á starfssvæði félagsins?
 
Þetta er hluti þeirra spurninga sem stjórnir skátafélaga þurfa að velta fyrir sér nú, áður en vetrarstarfið hefst.
Júlíus í Skátamiðstöðinni er fús til að finna svörin við þessum og fleiri spurningum með stjórnum skátafélaganna.
Endilega hafið samband, julius@skatar.is eða í síma 894-2042

Kveðja, Júlíus

Haustið nálgast

Nú er komið að því að mörg skátafélög eru að skipuleggja starfið. Ekki gleyma að bóka ykkar helgi á Úlfljótsvatni. Við tökum líka við hópum til fundahalda eða í spennandi ferð með foringjana. Endilega hafið samband við okkur á ulfljotsvatn@skatar.is og fáið frekari upplýsingar.

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ


Forsetamerkið 2014 – skilaboð til Rekkaskátaforingja
 
Nú fer að líða að Forsetamerkinu sem margir Rekkaskátar eru búnir að vinna að í langan tíma. Endilega minnið krakkana ykkar á að fara að undirbúa það að skila inn. Umsóknarfrestur er til 15. september 2014 Umsóknum skal skila til Fræðslustjóra BÍS í Skátamiðstöðinni eða með tölvupósti á ingibjorg@skatar.is .Frekari upplýsingar má finna hér á skátamál.is 
 
Kveðja, Ingibjörg


Skólabúðir að fara af stað.

Nú er komið að því að skólafólkið fer að skipuleggja veturinn. Skólabúðir á Úlfljótsvatni eru auðvitað fastir liðir fyrir marga skóla. Við minnum því á þennan möguleika. ÚSÚ tekur við öllum gerðum skólahópa frá dagsferðum til 5 daga skólabúða. Hafið samband á ulfljotsvatn@skatar.is

Kveðja, Starfsfólk ÚSÚ 

Í þessari viku:

 • Þriðjudagspóstur á fimmtudegi
 • Fræðslukvöld í kvöld
 • Kveðjur frá Úlfljótsvatni
 • Er stjórn félagsins tilbúin fyrir vetrarstarfið?
 • Haustið nálgast
 • Forsetamerkið
 • Skólabúðir á Úlfljótsvatni

Á dagskránni:

21/8
Fræðslukvöld um félagatalið

23/8
Skátagleið í Hljómskálagarðinum

6/9
Gilwell-leiðtogaþjálfun, skref 1 af 5

8/9
Endurfundir skáta

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Sendið út kynningarbréf á starfinu ykkar til þeirra sem voru á sumarnámskeiðum hjá ykkur í sumar. Hægt er að nálgast öll heimilisföng og netföng í félagatalinu. Ef þið kunnið það ekki er snilld að mæta á fræðslukvöld um félagatalið í kvöld og læra það.

 
Bandalag íslenskra skáta,