Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

1. apríl 2014

Skráningu á Skátaþing lýkur í kvöld!
 
Skráning fer fram á www.skatar.is/vidburdaskraning.

Kveðja, Skátamiðstöðin


Aðalfundur Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni
 
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni heldur aðalfund sinn þann 1. apríl.
Fundurinn fer fram í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ og hefst klukkan 19:00. Hefðbundin aðalfundarstörf, allir skátar eru velkomnir.
 
Kveðja, ÚSÚ
Skátaskrall 2014
 
Ætlar þú að mæta á Skrallið? Upplýsingar um Skátaskrall 2014 má finna hér: https://www.facebook.com/events/616093151811908/?ref_dashboard_filter=upcoming
Ætlar þú að fá mat þegar þú mætir? Varstu búin/n að skrá þig?
Þú getur gert það hér fyrir miðnætti á miðvikudag á www.skatar.is/vidburdaskraning
 
Kveðja, RS. Atóm Kópum
Fjölmennasta félagið á Landsmóti skáta

Keppnin um fjölmennasta félagið er hörð á Landsmót skáta. Sem stendur eru Fossbúar fjölmennastir með 63 skráða þátttakendur en fast á hæla þeirra koma Víflar með 61 og Kópar með 56 þátttakendur. Á Skátaþingi mun fjölmennasta félagið fá sérstök hvattningarverðlaun mótsstjórnar og einnig það félag sem hefur vaxið mest frá síðasta Landsmóti skáta. Höldum áfram að hvetja til skráninga og fjölmennum á Landsmót skáta.

Kveðja, Mótsstjórn Landsmóts skáta
Ný heimasíða Skátalands

Loksins loksins er ný og betri heimasíða Skátalands kominn í loftið. Við viljum benda skátafélög á að þau fá 20% afslátt af öllum búnaði Skátalands og því tilvalið að kíkja á www.skataland.is og skoða úrvalið sem við bjóðum uppá.
 
Kveðja, Skátaland
Verndum þau – á fræðslukvöldi fimmtudagskvöldið 10. apríl – skráning hafin

Verndum þau, námskeið um barnavernd og skyldur þeirra sem vinna með börnum. Ætlast er til þess að allir sveitarforingjar og aðrir sjalfboðaliðar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið. Einnig er ætlast til þess að þeir sem útskrifast úr Gilwell – leiðtogaþjálfun hafi setið þetta námskeið eða álíka. Síðasta Verndum þau námskeið vetrarins. Sjá nánar á http://skatamal.is/verndum-thau-a-fraedslukvoldi-10-april
 
Kveðja, Ingibjörg
Landsmótsflís enn á ný!

Ákveðið hefur verið að taka upp þann gamla sið að hafa landsmótsflíspeysu.
66° Norður ætlar að leggja okkur lið og er búin að hanna flotta peysu sem mun án efa slá í gegn hjá skátum landsins.
Að því tilefni ætlum við að bregða á leik og þeir 25 fyrstu sem senda okkur tölvupóst á landsmot@skatar.is fá að launum flotta landsmótsflíspeysu fyrir mót.

Kveðja, Mótsstjórn Landsmóts
Sumarstörf fyrir 9. og 10. bekk

Skátar í Reykjavík sem eru í 9. og 10 bekk geta sótt um að að vinna hjá Útilífsskóla skáta í gegnum Vinnuskólann í Reykjavík. Eina sem þarf að gera er að skrá sig á http://www.vinnuskoli.is/index.php/skraning og senda svo umsókn á viðkomandi Skátafélag sem einstaklingur vill starfa hjá.

Kveðja, Skrifstofa Skátasambands Reykjavíkur
Sumarstörf hjá Skátalandi

Skátar sem hafa náð 18 ára aldri geta sótt um sumarstarf hjá Skátaland í sumar. Starfið fellst meðal annars í afgreiðslu á útleigubúnaði Skátalands, aðstoð við Útilífsskóla skáta og umsjón á tjaldsvæðinu á Hafravatni. Nánari upplýsingar og umsókn berist til skrifstofu SSR með tölvupóst á netfangið ssr @skatar.is

Kveðja, Skátasamband Reykjavíkur
Jamboree í Japan

Búið er að opna fyrir skráningu á Jamboree í Japan 2015. Á næstu dögum fá allir skráðir sendar út fyrstu hugmyndir að fjáröflunum svo það er betra að skrá sig strax í dag til að taka þátt frá upphafi. Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna á www.jamboree2015.skatar.is

Kveðja, Fararstjórn
Skráning í sumarbúðir komin á fullt

Nú er búið að opna fyrir skráningu í sumarbúðir skáta á www.ulfljotsvatn.is Takmarkað pláss er í sumarbúðirnar svo að áhugasamir ættu að skrá sem fyrst. Þá eru skátar beðnir um að dreifa tenglum og upplýsingum um sumarbúðirnar sem víðast.
 
Kveðja, ÚSÚ
Valdagskráin komin í loftið

Loksins tókst að koma valdagskrá Landsmóts skáta í loftið á www.skatamot.is. Þar er að finna upplýsingar um fjölbreytt val sem skátunum stendur til boða á meðan móti stendur. Flokkar þurfa að hafa nokkuð hraðar hendur og skila inn valinu í síðstalagi í lok apríl.

Kveðja, Mótsstjórn Landsmóts skáta
Opið fyrir skráningu í Rekka og Róverskátadagskrá

Búið er að opna fyrir skráningu í Rekka og Róverskátadagskrá helgina 18.-20. júlí. Boðið verður uppá flotta dagskrá sem er þeim skátum að kostnaðarlausu sem taka þátt í Landsmóti skáta en kostar 20.000 kr. fyrir aðra. Skráning fer fram hér http://registration.jamboree.is/groups/11259/participant/new

Kveðja, Mótsstjórn Landsmóts skáta
Útieldunarnámskeið

Útilífsmiðstöð skáta býður upp á nokkur útieldunarnámskeið í apríl og maí. Námskeiðin eru sérstaklega hentug fyrir skáta sem eru á leið á landsmót eða fyrir skátafélög sem að ætla að bjóða upp á skemmtilegt starf í sumar.
Guðmundur Finnboga kennir á námskeiðunum en þátttakendur læra að elda yfir eldi og í Hollendingum (dutch oven) eins og Skátamiðstöðin selur. Skráning á www.ulfljotsvatn.is

Kveðja, ÚSÚ
eyða þessu boxi

 

eyða þessu boxi

 

Í þessari viku:

 • Skráningu á skátaþing að ljúka
 • Aðalfundur ÚSÚ
 • Skátaskrall 2014
 • Fjölmennasta félagið á Landsmóti
 • Ný heimasíða Skátalands
 • Verndum þau
 • Landsmótsflís
 • Sumarstörf fyrir 9. og 10. bekk
 • Sumarstörf hjá Skátalandi
 • Jamboree í Japan
 • Skráning í sumarbúðir skáta
 • Valdagskrá Landsmóts
 • Rekka- og Róverdagskrá á Landsmóti
 • Útieldunarnámskeið

Á dagskránni:

1/4
Skil á Þátttökutilkynningum til Skátaþings

4/4
Skátaþing 2014

10/4
Fræðslukvöld - Verndum þau

12/4
Gilwell skref 2

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Hvar er skátaklúturinn þinn. Tímabært að finna hann fyrir Skátaþing.

 
Bandalag íslenskra skáta,