Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

8. desember 2015

Jólaendurfundir skáta
Mánudaginn 14. desember er komið að hátíðlegum jólaendurfundum. Jólagrautur, jólasíld, jólatónlist og að sjálfsögðu upplestur úr nýútkominni bók. Að þessu sinni ætlar Sigmundur Ernir Rúnarsson að lesa upp úr bók sinni "Munaðarleysinginn".
Húsið opnar að venju kl. 11:30 og borðhald hefst kl. 12:00


Jólakakókvöld fyrir rekkaskáta og eldri
Sunnudaginn 20. desember ætla ungmennaráð og fleiri að bjóða öllum rekkaskátum og eldri í Jólakakókvöld. Kakó, vöfflur, spjall og söngur frá 20:00 í Garðbúaheimilinu.
Hér má finna frekari upplýsingar.


Á norðurslóð
Spennandi viðburður fyrir drótt- og rekkaskáta á Úlfljótsvatni dagana 27.-29. desember. Eru þínir drótt- og rekkaskátar nokkuð að missa af þessu? Frekari upplýsingar og skráning hér.


Fræðslukvöld janúarmánaðar
Verndum þau námskeið verður haldið í Skátamiðstöðinni þann 21. janúar 2016. Ætlast er til þess að allir sjálfboðaliðar sem vinna með börnum fari á þetta námskeið, auk þess sem námskeiðið er skilyrði fyrir útskrift úr Gilwell-leiðtogaþjálfun. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér.


Landsmót skáta 2016, Vetrarverkefni
Leiðangurinn mikli hefst í byrjun ársins 2016 en skátaflokkar hafa tækifæri til að leysa fjölbreytt og skemmtileg verkefni í hverjum mánuði fram að móti. Frekari upplýsingar má finna hér.


Flóttamannaaðstoð í Grikklandi
Grískir skátar hafa verið mjög framarlega í flóttamannaaðstoð í Grikklandi. Þeir auglýsa nú eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar við mjög svo aðkallandi vanda. Ef þú hefur áhuga á að vita meira hafðu þá samband við Jón Ingvar í Skátamiðstöðinni


WAGGGS vinnuhópar
WAGGGS er að auglýsa eftir fólki í vinnuhóp "Diversity Task Force". Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar. Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar í Skátamiðstöðinni


Sjálfboðaliðar auðga samfélagið
Síðastliðinn laugardag var alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans og í tilefni þess sendi skátahöfðingi, Bragi Björnsson, sjálfboðaliðum þakkarkveðju og minntist sérstaklega á "betri helmingana". Lestu þakkarkveðju skátahöfðingja hér.


 

 

Í þessari viku:

  • Jólaendurfundir skáta
  • Jólakakókvöld rekka og eldri
  • Á Norðurslóð
  • Fræðslukvöld - Verndum þau
  • Landsmót skáta - Vetrarverkefni
  • Flóttamannaaðstoð í Grikklandi
  • WAGGGS vinnuhópar

Verkefni vikunnar frá Dagskrárráði

Það vantar ekki vind á Íslandi - Hvernig væri að búa til vindrellu?
Skoðaðu verkefni vikunnar hér.

 
Bandalag íslenskra skáta,