Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

20. desember 2016

Skátamiðstöðin í jólafrí
Vegna leyfa starfsfólks verður starfsemi í Skátamiðstöðvarinnar í lágmarki dagana
27. desember -2. janúar. Við munum þó svara tölvupóstum og ef erindið er brýnt er bent á skatar@skatar.is


Skátabúðin á vefnum
Skátabúðin hefur opnað vefverslun þar sem hægt er að kaupa vörur frá Fjallakofanum og Cintamani ásamt hinum klassísku skátavörum. Sérstök opnunartilboð verða á síðunni fram að áramótum. Skoðaðu síðuna hér. 


Kakókvöld í Álafosskvosinni
Hvernig væri að kíkja í Mosó á fimmtudagskvöld og fá heitt kakó og jólasmákökur við snarkandi varðeld? Jafnvel að syngja nokkur jólalög ef þannig liggur á þér. Skoðaðu málið hér.


Framkvæmdarstjóri BÍS lætur af störfum
Hermann Sigurðsson lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri BíS eftir 7 ára farsælt starf. Honum eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýum vettvangi. Nánari upplýsingar hér. 


Á Norðurslóð 27-29 desember
Dróttskáti? Eða kannski rekkaskáti? Viltu njóta jólafrísins með skemmtilegu fólki? Fílarðu piparkökur og kakó? Tékkaðu á Norðurslóð, heitasta viðburði norðan Alpafjallanna. Nánari upplýsingar hér. Ertu eldri en drótt- og rekkaskáti? Viltu vera í TeamNorðurslóð? Hafðu samband við Eriku Eik á kjotbollanmin@gmail.com. 
Skyndihjálparnámskeið 12 klst
Hefur þú endurnýjað skyndihjálparkunnáttu þína nýlega? Hefur þú kannski ekki farið á skyndihjálparnámskeið? Það eiga allir að vera með skyndihjálparkunnáttuna á hreinu. Þetta námskeið er metið til eininga í framhaldsskólum. Frekari upplýsingar og skráning hér.

Ungmennaþing 11. febrúar
Ertu rekka- og róverskáti? Vilt þú fá tækifæri til að ræða um skátastarf á Íslandi? Viltu þú vita meira um skátaþing? Komdu þá á Ungmennaþing, haldið 11. febrúar nk. Nánari upplýsingar hér. 

Landsvirkjun og Úlfljótsvatn skrifa undir samstarfssamning
Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli Landsvirkjunnar og ÚSÚ. Lesa má nánar um það hér. 

Í þessari viku:

  • Skátamiðstöðin í jólafrí
  • Skátabúðin á vefnum
  • Kakókvöld í Álafosskvosinni
  • Framkvæmdarstjóri BÍS lætur af störfum
  • Á Norðurslóð 27-29. desember
  • Skyndihjálparnámskeið 12 klst
  • Ungmennaþing 11. febrúar
  • Landsvirkjun og Úlfljótsvatn skrifa undir samstarfssamning

Heyrst hefur að það séu frábær opnunartilboð inná vefsíðu skátabúðarinnar, skatabudin.is... 
 

Bandalag íslenskra skáta,