Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

6. maí 2014

Stærsta ævintýri lífs þíns?

Næsta heimsmót skáta fer fram í Japan 2015. Kynningarfundir verða haldnir á næstu vikum þar sem farið verður í helstu mál. s.s. dagskrá, ferðatilhögun, kostnað og fjáraflanir auk þess sem spurningum verður svarað. Kynntu þér málið og komdi með! þú hefur hugsanlega bara þetta eina tækifæri á lífsleiðinni að heimsækja stórbrotið land í góðra vina hópi! Nánar auglýst á Skátamálum.
 
Kveðja, Jón Ingvar
We Have All the Time in the World!

Vorskemmtun Skátakórsins 2014! Gestir: Þórunn Þórðardóttir – Dos Sardinas.
Þriðjudagskvöldið 13. maí kl. 20:00, Hraunbyrgi, skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði
Nánari upplýsingar: http://skatamal.is/vidburdur/vorskemmtun-skatakorsins-2014

Kveðja, Skátakórinn

Skátaland leitar af starfsmönnum

Ertu að safna fyrir landsmóti, heimsmóti eða öðrum viðburði. Skátaland leitar eftir skátum sem eru tilbúnir að sjá um hoppukastala, candy floss og klifurvegg á hinum ýmsu viðburðum fyrirtækja og á skólahátíðum í sumar. Auðveld leið til að fjárafla viðburðinn sem þig langar að fara á.
Nánari upplýsingar á http://skataland.is/starfsmenn-skatalands/
 
Jón Andri í Skátalandi
 
Skátaafsláttur hjá Skátalandi

Nú er allt að fara á fullt hjá Skátalandi fyrir sumarið og við bjóðum skátum sem lesa þriðjudagspóstinn 20% afslátt af leigu á hoppukastala í sumar. Skoðið úrvalið á www.skataland.is

Jón Andri í Skátalandi
 
Skráning hafin í Útilífsskóla Skáta
 
Búið er að opna fyrir skráningar í Útilífsskóla skáta í sumar. Nánari upplýsingar um námskeið og hvaða skátafélög eru með námskeið á www.utilifsskoli.is

Jón Andri í Skátalandi
 
 

Öryggisnámskeið í bátum fyrir skátaforingja.
 
ÚSÚ hélt um síðustu helgi námskeið í öryggisatriðum við Klifurturninn. Námskeiðið tókst mjög vel og um næstu helgi (sunnudaginn 11. maí) verður boðið upp á námskeið í öryggi við báta. Námskeiðið kostar 2000 krónur á mann og stendur frá klukkan 9:00-16:00. Farið verður í alla báta staðarins og öryggi og notkun þeirra. Námskeiðið er forsenda fyrir því að félögin geti notað búnaðinn án leiðsagnar.

kveðja, Úlfljótsvatn

Víkinganámskeið
 
Víkinganámskeið fyrir drótt og rekkaskáta Þann 23.-25. maí verður boðið upp á bogfimi og víkinganámskeið á Úlfljótsvatni. Námskeiðið kostar aðeins 4000 krónur á mann en innifalið í því er matur, rúta og gisting. Frábært námskeið fyrir lítið. Skráning fer fram á vefnum www.ulfjotsvatn.is/namskeid Fyrstir koma fyrstir fá. Frekari upplýsingar er að finna á síðu Úlfljótsvatns www.ulfljotsvatn.is
 
Kveðja, Úlfljótvatn
 
 
Vinnuhelgi á Úlfljótsvatni

Nú geta allir komið og lagt okkur lið. Helgina 16.- 18. maí verður boðið upp á sjálfboðaliðahelgi á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru ærin og við getum notað allar viljugar hendur. Gisting í boði ásamt mat. Komið og hjálpið til við að gera Útilífsmiðstöðina okkar tilbúna fyrir sumarið. Miðstöðin leitar jafnframt að sjálfboðaliðum til að taka að sér eina og eina helgi í sumar. Sjáum rekstur og umsjón tjaldsvæðisins í samstarfi við starfsfólk staðarins. Frábært tækifæri fyrir gamla vinahópa, skátahópa eða fjölskylduna.
 
Kveðja, Úlfljótvatn
 


Skyndihjálparnámskeið (16 kennslustundir)
 
Námskeiðið fer fram dagana 24.-25. maí frá 9-16. Námskeiðið er opið öllum. Athugið að allir stjórnendur sumarnámskeiða eiga að vera með gilt skyndihjálparskírteini Námskeiðisgjöld er 10.900, öll námskeiðisgögn eru innifalin, sem og hádegishressing báða daga.
 
Kveðja, Jón Ingvar
 
 
 
 

 

eyða þessu boxi

 

eyða þessu boxi

 

Í þessari viku:

  • Stærsta ævintýri lífs þíns?
  • We have all the time in the world!
  • Skátaland leitar að starfsmönnum
  • Skátaafsláttur hjá Skátalandi
  • Skráning í Útilífsskólana hafin
  • Öryggisnámskeið
  • Víkinganámskeið
  • Vinnuhelgi Úlfljótsvatns
  • Skyndihjálparnámskeið

Á dagskránni:

10/5
Undirbúningshelgi á Úlfljótsvatni

10/5
Gilwell: Viðburðar- og verkefnastjórnun. Seinni hluti

10/5
Útieldunarnámskeið á Úlfljótsvatni

11/5
Öryggisatriði báta - námskeið á Úlfljótsvatni

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Japan er langt í burtu en ekki lengra en svo að þér gefst ótrúlegt tækifæri á að heimsækja það á næsta ári!

 
Bandalag íslenskra skáta,