Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

13. október 2015

Viltu prufa Adventure Race?
Nú er tækifærið. Smelltu hér strax því fjörið byrjar í kvöld!


Hvernig á að taka myndir af skátum?
Mynd segir meira en þúsund orð - og góð mynd getur gert kraftaverk!
Biggi Ómars ætlar að fræða okkur um leyndardóma myndalegra skáta á fræðslukvöldinu á fimmtudaginn. Smelltu hér og skráðu þig. 


JOTI/JOTA er skátamót á internetinu og í "loftinu"
Ár hvert safnast skátar saman um allan heim og halda sitt eigið skátamót á veraldarvefnum og/eða í gegnum talstöðvar. Allir geta með einföldum hætti tekið þátt í mótinu með tölvu eða snjallsíma og því tilvalið að prófa. Nánari upplýsingar á skátamálum.


Opið hús hjá Radióskátum
Í tilefni JOTA/JOTI um helgina verður opið hús í skátaheimili Vífils, Jötunheimum, á laugardaginn, 17. okt. Boðið verður uppá JOTA/JOTI, smíðavinnu, mekanó, ratleik og fleira. Við hvetjum alla til að kíkja við og upplifa skátamót á netinu og í loftinu.


Verndum þau í Reykjanesbæ
Námskeiðið verður haldið í Félagsheimili Keflavíkur, 20. október. Heiðabúar eru sérstaklega hvattir til að nýta tækifærið og fara á námskeiðið í heimabyggð.  Upplýsingar og skráning hér.


Fálkaskátadagurinn verður í Mosfellsbæ.
Sveitarforingjar fálkaskáta hvattir til að mæta með sínar sveitir. Sjá nánar hér.


Verndum þau á Blönduósi
Æskulýðsvettvangurinn verður með Verndum þau námskeið á Blönduósi 29. október. Tilvalið fyrir Eilífsbúa og Klakka til að nýta tækifærið. Frekari upplýsingar og skráning hér


Sakaskrárheimildir
Stjórn BÍS vill minna á að allir 18 ára og eldri sem eru virkir í starfi skátahreyfingarinnar EIGA að skila undirritaðri heimild til BÍS til að sækja upplýsingar í sakaskrá ríkisins. Vinsamlegast skilið þessu sem fyrst til Skátamiðstöðvarinnar. Heimild fyrir sakaskrá má finna hér.


Forvarnarstefna Bandalags íslenskra skáta var samþykkt af stjórn BÍS. Megintilgangur Forvarnarstefnu BÍS er að undirstrika enn betur en áður að skátahreyfingin vill stuðla að heilbrigðu líferni sinna félagsmanna og tryggja öryggi barna og ungmenna í skátastarfinu. Forvarnarstefnu BÍS má finna hér.


JOTA/JOTI til vina okkar í Japan
Hópur japanskra skáta sem tók á móti íslenska fararhópnum í tengslum við Jamboree 2015 í Japan í sumar hafa mikinn áhuga á að hafa samband við íslenska skátahópa í tenglsum við JOTA/JOTI. Endilega líkið við facebook síðu þeirra og náið tengslum.


Evrópa unga fólksins er með námskeið í boði til að styrkja tengslaþátttöku ungs fólks í evrópu og leiðbeina með styrkumsóknir. Kynnið ykkur hvað er i boði hér.


RUS - Rödd ungra skáta
Helgina 6.-8. nóvember ætla rekka- og róverskátar að hittast á Akranesi til að hafa gaman saman og ræða málin. Við hvetjum rekka- og róverskáta til að koma sínum skoðunum á framfæri. Frekari upplýsingar má finna hér.


Skátapepp
Nú styttist heldur betur í skátapeppið sem haldið verður á Grundarfirði 23.-25. október. Lokað verður fyrir skráningu á miðnætti 21. október. Ef skátafélag ætlar að greiða fyrir sína þátttakendur þarf félagsforingi/stjórnarmeðlimur að senda Sigurlaugu tölvupóst til staðfestingar á netfangið sigurlaug@skatar.is. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.


Crean 2015-2016
Nú á næstu dögum verður opnað fyrir umsóknir á Vetraráskorun Crean. Um er að ræða tveggja vikna útivistarævintýri og áskorun fyrir dróttskáta á aldrinum 14-15 ára (fædd 2000-2001)  Crean vetraráskorunin hefur verið haldin síðustu fjögur ár í samvinnu við írska skáta og gríðar vel sótt. Þátttakendur eru sammála um að það sé bæði spennandi og skemmtilegur viðburður. Fylgist spennt með því helstu upplýsingar fara að detta inn á skátamál á næstunni.


Fararstjóri á Landsmót skáta
Hver er fararstjóri í þínu skátafélagi fyrir Landsmót skáta 2016? Á næstu dögum mun Sigurlaug vera í sambandi við skátafélögin til að leita eftir þessum upplýsingum og svo líka til að heyra hvernig stemmningin er. En þið megið líka senda henni póst ef þið viljið auka upplýsingar eða til að senda þessar upplýsingar á netfangið sigurlaug@skatar.is

 

Í þessari viku:

 • Adventure Race
 • Hvernig á að taka myndir af skátum?
 • Jota/Joti
 • Opið hús hjá radióskátum
 • Verndum þau í Reykjanesbæ
 • Fálkaskátadagurinn í Mosó
 • Verndum þau á Blönduósi
 • Sakaskrárheimildir
 • Forvarnarstefna BÍS
 • Jota/Joti til Japan
 • Rödd ungra skáta
 • Skátapepp á Grundarfirði
 • Crean 2015-2016
 • Fararstjóri á Landsmót Skáta 2016
Bandalag íslenskra skáta,