Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

3. janúar 2017

Endurfundir skáta
Fyrstu endurfundir skáta á þessu ári verða mánudaginn 9. janúar. Eins og venja er opnar húsið kl. 11:30 og súpa borin fram kl. 12:00.


Félagsforingjafundir
Félagsforingjafundur vegna uppsagnar framkvæmdastjóra verður haldinn í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 laugardaginn 14. janúar kl. 14:00. Gert er ráð fyrir 2 fulltrúum frá hverju skátafélagi.
Skráning fer fram hér.

Félagsforingjafundur vegna undirbúnings Skátaþings verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl 14-18 í Grunnskólanum á Hvammstanga.
Gert er ráð fyrir 2 fulltrúum frá hverju skátafélagi.
Skráning fer fram hér.


Skyndihjálparnámskeið 12 klst.
Haldið í Skátamiðstöðinni 14. og 15. janúar. Þetta námskeið er metið til eininga í framhaldsskólum. Einnig er þetta skyldunámskeið til að ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun og til að fá að stjórna sumarnámskeiðum skátafélaga Skráning og frekari upplýsingar má finna hér.


Frábær fjáröflun fyrir 17+
Skátum 17 ára og eldri býðst að taka þátt í vörutalningu hjá Bauhaus dagana 16.-18. janúar. Frábært tækifæri að afla fé fyrir mótum og viðburðum ársins. Áhugasamir hafi samband við Döggu í s. 550-9806 eða á dagga@skatar.is.

Vítamínkvöld í Skátamiðstöðinni
Tækifæri í alþjóðastarfi eru spennandi. Fyrsta Vítamínkvöldið verður í höndum alþjóðaráðs og verður haldið fimmtudaginn 19. janúar kl. 19:30. Frekari upplýsingar hér.

Skátadagatalið 2017 
Veggspjaldið er í lokavinnslu hjá okkur í Skátamiðstöðinni. Ef félagið þitt er með opinn viðburð á árinu er tilvalið að setja hann á dagatalið. Sendið þá upplýsingar sem fyrst á dagga@skatar.is

Gilwell 5. skref
Fer fram á Úlfljótsvatni helgina 21.-22. janúar. Skráningu og upplýsingar má finna hér.

Málþing sveitarforingja
Dagskrárráð ætlar að standa fyrir málþingi fyrir sveitarforingja líkt og í fyrra. Takið mánudaginn 23. janúar frá og bíðið frekari upplýsinga.

Breyttir fundartímar hjá félaginu?
Breyttust fundartímar í félaginu um áramót? Á þitt félag eftir að uppfæra sína félagasíðu á Skatamal.is. Sendið póst á skatar@skatar.is með frekari upplýsingum. 

Bland í poka
Bland í poka verður haldið í Grunnskólanum á Hvammstanga dagana 3.-5. febrúar 2017. Skráningu og nánari upplýsingar má finna hér.

Ársskýrsla BÍS
Nú er verið að undirbúa ritun ársskýrslu BÍS fyrir árið 2016. Alþjóðaráð vill gjarnan hafa upplýsingar um allar ferðir sem íslenskir skátar fóru til útlanda í skýrslunni. Endilega sendu línu á Júlíus með upplýsingum um ferðir sem þú veist um.

Í þessari viku:

 • Endurfundir skáta
 • Félagsforingjafundir
 • Skyndihjálparnámskeið 12 klst
 • Frábær fjáröflun fyrir 17+
 • Vítamínkvöld í Skátamiðstöðinni
 • Skátadagatalið 2017
 • Gilwell 5. skref
 • Málþing sveitarforingja
 • Breyttir fundartímar hjá félaginu?
 • Bland í poka
 • Ársskýrsla BÍS

Heyrst hefur að það sé komið nýtt ár – change ár – World Scout Moot er á ÞESSU ári!?

Bandalag íslenskra skáta,