Ferskir haustvindar
Fyrstu haustvindarnir eru farnir að blása, það er farið að rökkva á kvöldin og væntanlega er mikill hugur í skátum fyrir komandi vetri. Þá er líka tími til að þriðjudagspósturinn komi úr sumarfríi. Við minnum á að félögum er velkomið að senda okkur tilkynningar sem þau vilja að fari í þriðjudagspóst Skátamiðstöðvarinnar. Efni þarf að berast í síðasta lagi á mánudagskvöld til að komast í póstinn á þriðjudegi. Tekið er á móti efni í tölvupósti á skatar@skatar.is.
Nóri, félagatal
Örnámskeið í Nóra - nýja félagakerfið okkar - verður á fimmtudagskvöld í Skátamiðstöðinni. Frekari upplýsingar og skráning hér.
Þjónustufulltrúi
Skátamiðstöðin leitar að þjónustufulltrúa í fullt starf. Sjá nánar hér.
Starfmaður Landnema
Skátafélagið Landnemar leitar að jákvæðum og áhugasömum starfsmanni í 30% starf í vetur með fasta viðveru frá 17-20 nokkra virka daga í viku. Sjá nánar á heimasíðu Landnema.
Pottapartý rekkaskáta í Reykjadal
Hvað er meira hressandi en að rölta upp í Reykjadal og svamla í heita læknum með skátavinum? Rekkaskátar og eldri sameinast í útivist og notalegheitum. Nánari upplýsingar hér.
Löööng kynningarvika
Kynningarvikan lengist og verður 23. ágúst - 5. september. Plaköt og bæklingar verður tilbúið til dreifingar frá Skátamiðstöðinni í lok þessarar viku.
Frekari upplýsingar veitir Sigríður
Fullt á Sumar-gilwell 2016
Skráning á Sumar-Gilwell helgina 26.-28. september fór hressilega af stað og þegar skráningu var lokað voru 37 skátar skráðir. En þó er hægt að fara á biðlista ef einhver skyldi detta út. Skráning á biðlista er hjá Döggu. Einnig bendum við á að opið er fyrir skráningu á 1.skref sem fram fer 1. október. Nánari upplýsingar og skráningu á það má finna hér.
Útinámsráðstefna á Úlfljótsvatni.
Helgina 17.-18. september verður haldin útinámsráðstefna á Úlfljótsvatni. Þar koma saman fjölmargir fyrirlesarar frá Íslandi og 5 Evrópuþjóðum til að deila þekkingu sinni og reynslu af útinámi á öllum skólastigum. Frekari upplýsingar má finna hér.
VISTA helgi á Úlfljótsvatni
Helgina 27.-28. ágúst verður Vista helgi. Vista stendur fyrir Viðhald og Standsetning. Tvær slíkar helgar eru haldnar á Úlfljótsvatni ár hvert. Allir eru velkomnir. Unnið verður að þörfum verkefnum á laugardeginum og svo blásið til grillveislu um kvöldið. Þeir sem vilja geta gist og notið morgunverðar saman á sunnudeginum. Það er tilvalið að hóa í góða skátavini og koma austur í Undralandið og hjálpa til enda er Úlfljótsvatn sameign okkar allra. Frekari upplýsingar á heimasíðu Úlfljótsvatns.
|