Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur alla þriðjudaga til skáta 16 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í Þriðjudagspóstinum þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

27. september 2016

Örnámskeið í Nóra 
Nóra námkeiðið sem halda átti í kvöld frestast um viku vegna veikinda leiðbeinenda. Skráningar færast sjálfkrafa yfir. Fyrir þá sem áttu eftir að skrá sig hvetjum við ykkur til þess að skrá ykkur sem fyrst. Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér. 


Kynningarfundur um skátastarf á Ísafirði
Á miðvikudaginn verður haldinn fundur á Ísafirði til stuðnings starfinu þar. Skátafélaginu vantar aðstoð og boðað hefur verið til opins fundar í skátaheimilinu að Mjallargötu kl. 20:00. Frekari upplýsingar má finna hér.


Haustpepp - leiðtogaþjálfun
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Haustpepp sem haldið verður á Úlfljótsvatni helgina 30. sept - 2. okt. Frekari upplýsingar og skráningu má finna hér. 


Gilwell 1. skref á laugardaginn
Nú fer hver að verða síðastur að hefja Gilwell-vegferðina í haust. Næsta laugardag leggur síðasti hópur haustsins af stað. Ekki hika - komdu með. Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér. 


Bland í poka
Á Bland í poka getur þú fengið frí frá foringjastörfunum og einbeitt þér að skemmtulegu skátastarfi í góðra vina hópi.  Nánari upplýsingar og skráning hér. Frestur til að skrá þátttöku rennur út máudaginn 3. október kl 12:00. Könnun á áhuga á einstökum ör-námskeiðum fer fram hér. . 


JOTA/JOTI
JOTA-JOTI er alþjóðlegt skátamót sem haldið er árlega um allan heim.
Alþjóðaráð hvetur skáta, skátaflokka, skátasveitir og skátafélög til þess að kynna sér viðburðinn JOTA-JOTI.
Nánari upplýsingar hér. Alþjóðaráð veit til þess að í undirbúingi er uppsetning stöðva á Sólheimum og Akureyri. Þeir sem ætla að setja upp stöðvar er beðnir að láta Júlíus í Skátamiðstöðinni vita svo hægt sé að koma upplýsingunum á framfæri


Könnun hjá sakaskrá
Mikilvægt er að allir 18 ára og eldri sem taka þátt í skátastarfi undirriti heimild til BÍS til þess að láta kanna sakaskrá þeirra. Heimildinni þarf síðan að skila til Skátamiðstöðvarinnar innan mánaðar frá undirritun.
Nánari upplýsingar og eyðublaðið má finna hér.

Rödd ungra skáta
RUS er frábært tækifæri fyrir alla rekka- og róverskáta til að ræða málin og hafa gaman. Er eitthvað sem brennur þér á hjarta? Hefur þú skoðun á hvenær næsta Landsmót verður haldið? Langar þig að hafa áhrif á störf ungmennaráðs í vetur? Ef svo er þá er RUS viðburður fyrir þig! Nánari upplýsingar hér.

Í þessari viku:

  • Örnámskeið Nóra
  • Kynningarfundur um skátastarf á Ísafirði
  • Haustpepp - leiðtogaþjálfun
  • Gilwell 1. skref
  • Bland í poka
  • JOTA/JOTI
  • Könnun hjá sakaskrá
  • Rödd ungra skáta


Tvær franskar stúlkur eru mættar í Skátamiðstöðina sem sjálfboðaliðar fyrir World Scout Moot. 

Bandalag íslenskra skáta,