Copy
Þriðjudagspósturinn er upplýsingapóstur Skátamiðstöðvarinnar, sendur út alla þriðjudaga á skáta 18 ára og eldri skv. félagatali BÍS.
Ef þið viljið koma einhverju á framfæri í þessum pósti þá endilega sendið okkur línu á skatar@skatar.is
Friend of Facebook

24. júní 2014

Þakkir frá fjölskyldu Ólafs Ásgeirssonar

Gleði sem maður á með öðrum er tvöföld gleði og sorg með öðrum hálf sorg. Góðar minningar eru fjársjóður. Þökkum samúð og vináttu við fráfall Ólafs Ásgeirssonar.
 
Kveðja, Vilhelmína og fjölskylda

Tryggingar á Landsmóti skáta

Þátttakendur eru ekki tryggðir af mótinu á meðan því stendur. Vís bíður skátum upp á sérstaka tryggingu fyrir mótið á 2254 kr. Nánari upplýsingar um tilboðið má finna á blaðsíðu 3 í Handbók fararstjóra á skatamot.is

Kveðja, Jón Ingvar 

Fræðslukvöld næsta vetrar - óskir um efni 

Nú erum við að setja upp efni Fræðslukvölda næsta vetrar. Endilega sendið okkur hugmyndir að efni sem þið teljið að geti nýst félögunum vel í starfinu í vetur. Einnig eru ábendingar um góða leiðbeinendur alltaf vel þegnar. Hafið samband á ingibjorg@skatar.is  
 
Kveðja, Ingibjörg

Kópar auglýsa eftir starfsmönnum

Skátafélagið Kópar óskar eftir að ráða tvo deildarforingja sem í leiðinni eru starfsmenn félagsins. Nánari upplýsingar fást hjá stjórn Kópa í tölvupósti, stjorn@kopar.is

Kveðja, Kópar

Átt þú góðar myndir af skátum í náttúrunni?

Í tilefni af heimsráðstefnu skáta í Slóveníu í ágúst hefur verið efnt til ljósmyndakeppni með þemanu „youth in nature“. Myndirnar verða til sýnis í einum fjölfarnasta almenningsgarði í Ljublijana. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér http://www.scout.org/node/30729
 
Kveðja, alþjóðaráð
Dagskrá Landsmóts skáta 40+

Landsmót skáta 40+ verður haldið á Úlfljótsvatni um helgina. Dagskráin verður fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kynnið ykkur málið í viðburðadagatali Skátamála.

Kveðja, Smiðjuhópurinn
Vantar þig tjald?

Tjaldaleiga skáta býður tjöld til sölu á góðu verði, bæði veislutjöld sem tilvalin eru sem eldhústjöld og fjögurra manna topptjöld. Nánari upplýsingar á Skátamálum.

Kveðja, Hermann
Útilífsskólinn í fullum gangi

Um þessar mundir skemmtir fjöldi krakka sér í útilífsnámskeiðum um alla borg. Það er ennþá hægt að skrá þátttakendur á flest námskeið. Kynnið ykkur málið á síðu Útilífsskólanna.

 

Í þessari viku:

  • Þakkir frá fjölskyldu Ólafs Ásgeirssonar
  • Tryggingar á Landsmóti skáta
  • Fræðslukvöld næsta vetrar - óskir um efni
  • Kópar auglýsa eftir starfsmönnum
  • Átt þú góðar myndir af skátum í náttúrunni?
  • Dagskrá Landsmóts skáta 40+
  • Vantar þig tjald?
  • Útilífsskólinn í fullum gangi

Á dagskránni:

27. - 29. júní
Landsmót 40+ á Úlfljótsvatni

27. - 29. júní
Rovernet - Venturnet undirbúningsfundur

5. - 9. júlí
Heimsþing WAGGGS

20. - 27. júlí
Landsmót skáta að Hömrum

 

Skoða alla viðburði.

Snjallráð vikunnar

Það þarf að bera reglulega á gönguskó. Það er upplagt að nota rigningardaga í það.

 
Bandalag íslenskra skáta,