Copy
1. tbl. 2015
Skoða fréttabréfið á vef
Ágætu félagsmenn FG

Nú kemur fréttabréf félagsins út í breyttri mynd. Framvegis verður það sent á þennan rafræna hátt. Eins og áður á það að flytja félagsmönnum fréttir og tilkynningar. Að auki sendir félagið út tölvupósta auk þess sem við erum á Facebook .  Ekki má gleyma heimasíðu KÍ og aðildarfélaga þess, www.ki.is.
Innleiðing á Vinnumati
Nú hafa allir trúnaðarmenn fengið frekari kynningu á vinnumatinu. Á námskeiðum sem haldin voru á síðustu vikum var farið ítarlega yfir vinnumatið og þau gögn sem þeir og félagsmenn okkar geta stuðst við.
Að auki var fjallað um námskeið skólastjórnenda um sama efni.

Þeir sem vilja glöggva sig enn betur á vinnumatinu er bent á eftirfarandi upplýsingar:
Leiðarvísir um vinnumat
Spurningar og svör um vinnumat
Reiknilíkan vinnumats
Starfsmannasamtöl um vinnumat
Námskeið stjórnenda um vinnumat

Myndbönd um vinnumatið:
Leiðarvísir um vinnumat
Samtalið við stjórnendur
Reiknilíkanið - útskýringar
Reikinlíkanið - dæmi A
Reikinlíkanið - dæmi B
 
 
 
Laun hækka um 9,5% 1. maí 2015
Eins og samið var um í kjarasamningi FG og SNS hækkuðu laun nú 1. maí síðastliðinn.
Þeir sem eru á fyrirframgreiddum launum fengu 9,5% hækkun 1. maí síðastliðinn. Sú hækkun mun koma um næstu mánaðamót hjá þeim sem eru á eftirágreiddum launum. 
 

Sérsniðið framhaldsnám fyrir starfandi kennara
Haustið 2015 mun Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefja tilraun með nýtt og áhugavert nám fyrir starfandi kennara sem hafa starfsleyfi sem grunnskóla- kennarar en hafa ekki lokið námi á meistarastigi. Við undirbúning námsins var ráðist í viðamikla könnun meðal starfandi kennara auk þess sem rýnihópar gáfu góð ráð varðandi skipulag náms, inntak, tímalengd og kennslufyrirkomulag.
Hægt verður að ljúka 60 einingum með diplómagráðu eftir tvö ár. Einnig verður hægt að ljúka meistaragráðu á þremur til fjórum árum.
Annaruppbót 1. júní 2015
Annaruppbót er 75.500 fyrir þann sem er í fullu starfi nú á vormisserinu. Hún verður greidd 1. júní. Hlutfall annaruppbótar tekur mið af starfshlutfalli á hvorri önn fyrir sig.
.

Trúnaðarmannafundir um vinnumat

Trúnaðarmannafundur
Félag grunnskólakennara
Kennarahúsinu, Laufásvegi 81
101 Reykjavík
Sími 595 1111.

© |2015 |Kennarasamband Íslands. Allur réttur áskilinn.
Þú ert skráður á póstlista Kennarasambands Íslands.

Ábyrgðarmaður. Ólafur Loftsson, olafur@ki.is