- Einn fyrir alla -
Maí 2016
Kæri viðtakandi
Þá er skólaárið að líða undir lok og ekki seinna vænna að koma einum mola út fyrir sumarfrí. Lítið hefur farið fyrir fréttamolum í mars og apríl, og áherslan því meiri á skriffinnsku og næstu skref ef svo má segja. Margar skemmtilegar hugmyndir eru í farvatninu, sumar orðnar að veruleika og aðrar að taka á sig mynd. Má þar helst nefna nýjan flokk frímetis sem nefnist Safnasyrpan og spennandi samstarf við IÐNÚ útgáfu.
Framundan eru bjartir tímar, sólin hækkar á lofti og styttist í frí :-). Ánægjulegt hefur verið að þróa gagnabankann og koma honum á framfæri með ykkar aðstoð. Kærar þakkir fyrir uppbyggilegar ábendingar, góðar móttökur á vefnum fyrsta árið og hvatningarorð í vetur! Borist hefur ósk um að halda erindi á kennaraþingi næsta vetur og bæði ánægjulegt og heiður að verða við því.
Nú er planið hins vegar að leggjast í dvala fram í byrjun ágúst svo kærar þakkir fyrir veturinn og hafið það gott í sumarfríinu!
Unnur María Sólmundsdóttir
Framkvæmdastjóri
|