Copy

Fréttamolinn

- Einn fyrir alla - 

Maí 2016

Kæri viðtakandi
 
Þá er skólaárið að líða undir lok og ekki seinna vænna að koma einum mola út fyrir sumarfrí. Lítið hefur farið fyrir fréttamolum í mars og apríl, og áherslan því meiri á skriffinnsku og næstu skref ef svo má segja. Margar skemmtilegar hugmyndir eru í farvatninu, sumar orðnar að veruleika og aðrar að taka á sig mynd. Má þar helst nefna nýjan flokk frímetis sem nefnist Safnasyrpan og spennandi samstarf við IÐNÚ útgáfu. 

Framundan eru bjartir tímar, sólin hækkar á lofti og styttist í frí :-). Ánægjulegt hefur verið að þróa gagnabankann og koma honum á framfæri með ykkar aðstoð. Kærar þakkir fyrir uppbyggilegar ábendingar, góðar móttökur á vefnum fyrsta árið og hvatningarorð í vetur! Borist hefur ósk um að halda erindi á kennaraþingi næsta vetur og bæði ánægjulegt og heiður að verða við því. 

Nú er planið hins vegar að leggjast í dvala fram í byrjun ágúst svo kærar þakkir fyrir veturinn og hafið það gott í sumarfríinu! 
 
Unnur María Sólmundsdóttir
Framkvæmdastjóri
 
IÐNÚ útgáfa og Kennarinn.is
Það er mjög gaman að segja frá því að Kennarinn.is er kominn í samstarf við IÐNÚ útgáfu og skólaárið 2016-17 munu koma út verkefni við 1. seríuna af Óvættaför. Verkefnin eru hugsuð fyrir nemendur í 3.-7. bekk en að sjálfsögðu geta kennarar og foreldrar yngri sem eldri lestrarhesta nýtt sér þau. 

Fyrsta serían gerist í Avantíu en illskeyttur töframaður hefur lagt álög á verndarvætti landsins og söguhetjan Tom leggur upp í hættuför til að bjarga ríkinu. Fylgstu með hér.

 
Nýtt á vefnum
Orðakubbar, fuglaheiti
Orðakubbar, villt spendýr
Orðakubbar, sjávardýr
Orðakubbar er skemmtileg viðbót við kennslugögnin og hér má finna margvísleg orðasöfn sett upp sem þrautir. Markmiðið er að efla orðaforða nemenda í gegnum leik og gleði. Hver námsefnispakki inniheldur veggspjöld með þematengdum orðum til að prenta, plasta og hengja upp í skólastofunni. Ef þú ert með óskir að Orðakubb máttu endilega senda þemaorðin ásamt línu á netfangið kennarinn123@gmail.com
 
Heimasíða mánaðarins
Heimasíða mánaðarins að þessu sinni er Instructables.com. Þetta er frábær vefur, ekki ósvipaður og Pinterest, og áherslan lögð á að sýna með mynd-
böndum og kennsluleiðbeiningum hvernig hinir ýmsu hlutir eru gerðir. Hægt er að velja flokka til að fylgjast með og fá regluleg fréttabréf í tölvupósti. Ef slegið er inn leitarorð, t.d. kids toys, birtir vefurinn tugi ef ekki hundruði hugmynda. 
Einnig er hægt að fylgja síðunni á Pinterest, Facebook, Twitter og Youtube svo eitthvað sé nefnt. Algjörlega frábær gagnabanki og hreinlega ómissandi fyrir list- og verkgreinakennara!
Sumarlestur og 100 bóka áskorun
iCloud
Í sumarlestrarhefti Kennarans er að finna lestrarsamning milli barns og foreldra, bónusa og stjörnugjöf auk fjölbreyttra lestrarverkefna fyrir júní, júlí og ágúst. Bókaormar og lestrarhestar geta tekið þátt í 100 bóka áskorun. Nemendur krossa yfir reit um leið og bók lýkur og skrá bókatitlana. Skjalið má senda á Kennarinn útgáfa, Ósabakki 1, 109 Reykjavík og skilafrestur er til 1. september 2016. Flottur óvissupakki í boði fyrir heppinn þátttakanda.
 
Skólalok á Pinterest...
Á döfinni?
Er eitthvað menntatengt á döfinni sem á erindi til kennara?
Vertu í bandi ef þú vilt auglýsa í Fréttamola Kennarans:

Kennarinn123@gmail.com

 
Gullkornið
Gullmolar
Rúsínan í pylsuendanum...
Og hvað er það svo sem börnin læra í skólunum á heimsvísu? Eddie Skoller er með svarið...

FYLGDU OKKUR
Viltu styrkja dreifildi?
Kennarinn er einstaklingsframtak starfandi grunnskólakennara sem vill láta gott af sér leiða. Allt íslenskt námsefni útgáfunnar er endurgjaldslaust til útprentunar af heimasíðunni Kennarinn.is. Hafir þú áhuga á að auglýsa á heimasíðu eða baksíðuefni Kennarans þá vinsamlegast hafðu samband á netfangið kennarinn123@gmail.com

Ef þú ert með ábendingu um efni, eða átt efni sem þú vilt deila með öðrum, eða ert með ábendingu um styrktaraðila fyrir baksíður
viljum við gjarnan heyra frá þér.
 
Ef þú vilt styrkja útgáfuna með frjálsu framlagi er reikningsnúmerið

 
537-26-100222
Kt. 020373 - 3699



Gleðilegt sumar! 
 
Copyright ©2016. Fréttamoli Kennarans.

Netfang Kennarans:
kennarinn123@gmail.com

Þú færð þennan póst þar sem þú ert með skráð netfang á póstfangalista Kennarans.

Hætta á póstfangalista