Copy

Fréttamolinn

- Einn fyrir alla - 

Febrúar 2016

Kæri viðtakandi

Þá er febrúar að líða undir lok og ekki seinna vænna en að koma molanum út. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi og nýlega tók Kennarinn þátt í frumkvöðlakeppninni Gulleggið 2016. Það var lærdómsríkt ferli að smíða viðskiptaáætlun utan um útgáfuna og þótt Kennarinn hafi ekki komist í 10 liða úrslitin var þetta ómissandi liður í uppbyggingarferlinu. Dómnefnd gaf Kennaranum jákvæða umsögn og góða punkta til að vinna með í náinni framtíð, og klárlega hægt að mæla með þátttöku að ári fyrir þá sem ganga með viðskiptahugmynd í maganum.

Og aðeins meira um nýsköpun og frumkvöðla. Í febrúarbyrjun öðlaðist Kennaranum sá heiður að halda fyrsta kynningarerindið hjá FNF, félagi kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, fyrir milligöngu Rósu Gunnarsdóttur, stofnanda Innoent. Innoent rekur meðal annars Uppfinningaskólann sem er stórskemmtilegt verkefni fyrir grunnskólanemendur. Af öðrum flottum nýsköpunarverkefnum má nefna Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en frestur til að skila hugmyndum inn er 11. apríl 2016. 

Í febrúar fékk Kennarinn einnig sinn fyrsta styrk úr samfélagssjóði Isavia. Það var ánægjuleg viðurkenning og kærkomin innkoma. Styrkurinn mun kosta næsta námsefnispakka af hlustunarskilningsefninu með Leikhópnum Lottu.


Framundan eru bjartir tímar, sólin hækkar á lofti og styttist í páskafrí :-) Takk fyrir febrúar og hafið það gott í hönnunar- og mottumars!

Unnur María Sólmundsdóttir
Framkvæmdastjóri

 
Kennarinn.is
Lítið er í raun að frétta af útliti vefsins en unnið er að endanlegu veftré síðunnar. Kemst þó hægt fari stendur einhvers staðar og nóg verið að gera á öðrum sviðum undanfarið.

Góðar ábendingar hafa komið um að það vanti meira efni fyrir mið- og unglingastig. Þeir sem luma á efni fyrir þennan aldur og vilja deila með öðrum mega endilega senda upplýsingar á netfangið kennarinn123@gmail.com - þannig er Kennarinn hugsaður, einn fyrir alla ;-)

Smellið á myndirnar til að nálgast efnið. 
Orðabingóin eru flokkur dreifilda með það að markmiði að efla orðaforða nemenda í gegnum leik og gleði. Með hverjum pakka fylgja bingóspjöld og flipar til að draga út, en einnig ótúfyllt spjöld og skriftarrenningar. Þetta síðast nefnda er tilvalið að nota í ritunarvinnu með nemendum, sjá kennsluhugmyndir hér.
Mörg flott lestrarátök eru í gangi og nefna má landsleikinn Allir lesa og átak Ævars vísindamanns. Einnig má finna flottar hugmyndir á Skólasafnavefnum. Kennarinn ætlar að leggja sitt af mörkum og safna fjölbreyttum hugmyndum í Lestrarbankann. Lumar þú á flottum molum fyrir hann?
Málsháttaveggirnir eru öðruvísi veggspjöld sem samanstanda af níu skjölum er mynda heild. Úr ógrynni er að moða þegar kemur að málsháttum og ekki snargalið að kíkja á þessi skjöl, prenta þau út, plasta og hressa upp á hin ýmsu skólarými. Fyrsti veggurinn er tilbúinn og tengist lestri og bókum, en ekki hvað?
Í byrjun árs 2016 hóf Almanaksbókin göngu sína en það er lifandi verkefnabók án ártala og því tímalaus ef svo má segja. Hér finnur þú ýmsan fróðleik um mánuði, daga og vikur á einum stað, og getur prentað út fjölbreytt verkefni til að vinna með nemendum. Hvað merkir það eiginlega að þreyja þorrann?
Smábækur Námsgagnastofnunar þekkja allir sem kenna í yngstu bekkjunum. Bækurnar eru einnig góðar fyrir nýbúa sem eru að ná tökum á nýju tungumáli. Byrjað er að setja upp verkefni við hverja bók, stakar síður sem hægt er að kippa með heim og skoða betur í gegnum leik og ritun. Það klárast vorið 2016.
Flakkarinn er mættur og ætlar sér skemmtilega hluti með börnum. Hann er farinn að sýna sig í Barnablaði Morgunblaðsins á sunnudögum og kominn með eiginn facebooksíðu. Flakkarinn býður upp á frítt þrautahefti í mars sem tilvalið er að senda nemendur með inn í páskafríið.   
Heimasíða mánaðarins
Math-Drills.com er heimasíða mánaðarins að þessu sinni en eins og nafnið gefur til kynna er um stærðfræðisíðu að ræða. Hér er hægt að prenta út þúsundir skjala af allskonar stærðfræðitengdu efni fyrir alla aldurshópa. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi og sjón er sögu ríkari! Kennarinn hvetur ykkur til að grúska og vafra um vefinn Math-Drills!
Af nettækjum og tæknitólum
iCloud
iCloud er nýjasta uppáhaldið. Þú stofnar aðgang að skýinu og getur svo búið til margvísleg skjöl til að vinna með. Í boði er að gera gátlista, fréttabréf, glærukynningar, textaskjöl,setja upp tölfræði og margt fleira. Allt er vistað á skýinu og þú getur sótt skjölin hvar og hvenær sem er. Margir geta unnið í sömu skjölunum ef um samstarf er að ræða - snilld! 
iCloud
Gott er að geta gripið í bingó við öll tækifæri og bingógerðarvefurinn Myfreebingocards.com er mjög flottur. Hér er hægt að velja um allskyns þemaorð á ensku ef svo ber undir, en einnig er hægt að setja inn eigin orðalista. Hægt er að velja þemamyndir á spjöldin prenta þau út, eða spila beint á netinu. Flottur vefur fyrir bekkjarkvöld og aðra skemmtun.
 
iCloud
Á vefnum Studio.code.org geta nemendur leikið sér á sama tíma og þeir fá örlitla innsýn inn í heim kóða og forritunar. Á síðunni er hægt að velja um marga mismunandi leiki en best er að byrja á því að velja íslenskt tungumál hægra megin neðst. Stofna þarf aðgang, ýmist kennara- eða nemendaaðgang, og svo er hægt að hefja leika. 
 
Páskarnir á Pinterest...
Á döfinni?
Er eitthvað menntatengt á döfinni sem á erindi til kennara?
Vertu í bandi ef þú vilt auglýsa í Fréttamola Kennarans:

Kennarinn123@gmail.com

 
Gullkornið
Gullmolar
Rúsínan í pylsuendanum...
Funny School Teacher - Such an intelligent qualified teacher
Alveg er það óþolandi þegar skólastjórar taka upp á þessu! ;-)

FYLGDU OKKUR
Viltu styrkja dreifildi?
Kennarinn er einstaklingsframtak starfandi grunnskólakennara sem vill láta gott af sér leiða. Allt íslenskt námsefni útgáfunnar er endurgjaldslaust til útprentunar af heimasíðunni Kennarinn.is. Hafir þú áhuga á að auglýsa á heimasíðu eða baksíðuefni Kennarans þá vinsamlegast hafðu samband á netfangið kennarinn123@gmail.com

Námsefni á öðrum tungumálum má nálgast á Teacherspayteachers.com.

Ef þú ert með ábendingu um efni, eða átt efni sem þú vilt deila með öðrum, eða ert með ábendingu um styrktaraðila fyrir baksíður
viljum við gjarnan heyra frá þér.
 
Ef þú vilt styrkja útgáfuna með frjálsu framlagi er reikningsnúmerið

 
537-26-100222
Kt. 020373 - 3699



Gleðilegan mars! 
 
Copyright ©2016. Fréttamoli Kennarans.

Netfang Kennarans:
kennarinn123@gmail.com

Þú færð þennan póst þar sem þú ert með skráð netfang á póstfangalista Kennarans.

Hætta á póstfangalista