Smábækur Námsgagnastofnunar þekkja allir sem kenna í yngstu bekkjunum. Bækurnar eru einnig góðar fyrir nýbúa sem eru að ná tökum á nýju tungumáli. Byrjað er að setja upp verkefni við hverja bók, stakar síður sem hægt er að kippa með heim og skoða betur í gegnum leik og ritun. Það klárast vorið 2016.
|