PMTO meðferðarnám er í samvinnu með Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI á Barnaverndarstofu.
KENNSLA/UMSJÓN
Kennslustjóri námsins er Margrét Sigmarsdóttir, en Berglind Ásgeirsdóttir tekur við kennslustjórn þegar námið hefst. Kennarar og handleiðarar eru allir sérfræðingar á sviði PMTO meðferðar.
FYRIRKOMULAG
Námið fer fram á tveggja ára tímabili og felst í sex vinnustofum (samtals 18 námsdögum), verkefnavinnu, lestri fagefnis og fjölskylduvinnu undir handleiðslu sem er veitt reglulega yfir allt tímabilið, bæði hópum og einstaklingum.
VERÐ
1.270.000 kr.
Athugið að mörg stéttarfélög veita styrki til náms. Aðilar að BHM geta sótt tvisvar sinnum úr starfsþróunarsjóði á tímabilinu.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMIÐ
Erna Guðrún Agnarsdóttir, námstjóri
netfang: ega@hi.is, sími: 525-4909
|