logo.jpg
 
 

Námskeið í fyrirlögn greiningarprófsins Hljóðfærni

RÉTTINDANÁMSKEIÐ
 
 

Um er að ræða réttindanámskeið þar sem kennt er að leggja fyrir greiningarprófið Hljóðfærni. Markmiðið með fyrirlögn greiningarprófsins er að greina nánar vanda þeirra barna í 1. bekk grunnskóla sem grunur leikur á að séu með frávik í hljóðkerfisvitund.

Hljóðfærni er greiningarpróf sem ætlað er nemendum í 1. bekk grunnskóla og teljast í áhættuhópi vegna lesblindu. Um er að ræða einstaklingspróf sem hefur það að markmiði að greina nánar hljóðkerfisvanda nemenda og bera saman við jafnaldra. Prófið er ítarlegt og tekur á mörgum þáttum hljóðkerfisvitundar, þar á meðal eru mörg verkefni sem greina hljóðavitund. Við uppbyggingu á Hljóðfærni var leitast við að hanna próf sem væri í senn þægilegt í fyrirlögn og höfðaði til barna á umræddum aldri. Einnig var lögð áhersla á að auðvelt væri að skipuleggja íhlutun í framhaldi af niðurstöðu greiningar. Byggt er á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og kennurum leiðbeint sérstaklega með hvernig hægt er að taka á vanda þeirra barna sem eru með veikleika í hljóðkerfisvitund.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Fræðilegan bakgrunn prófsins.
• Uppbyggingu prófsins og reglur um fyrirlögn.
• Próffræðilega eiginleika og tölfræðilega úrvinnslu prófsins.
• Hugmyndir að kennslufræðilegum úrræðum í framhaldi af greiningu.

Ávinningur þinn:
• Greiningin á að auðvelda kennurum og meðferðaraðilum að kortleggja vanda nemenda og leggja grunn að kennslufræðilegri íhlutun þannig að hægt sé að draga úr, eða jafnvel fyrirbyggja lestrarerfiðleika nemandans.

Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað sérkennurum, talmeinafræðingum og lestrarfræðingum.

Snemmskráning til og með 3. október

Kennarar

Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun og Sigurgrímur Skúlason, doktor í próffræði og matsfræðum og deildarstjóri hjá Menntamálastofnun

Hvenær

Fös. 13. okt. kl. 08:30 - 12:30

Snemmskráningar verð

26.900 KR
 

Almennt verð

29.600 KR
 

hvar

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Hafðu samband

Netfang
endurmenntun@hi.is
  Sími
525 4444

Samfélagsmiðlar

Við erum á
Facebook
Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is