Copy

3b0a37b5-1704-4969-b0e3-1b476d2fb75f.png
 
Fréttir af samfélagsábyrgð og sjálfbærni
 
Marsfréttir Festu
 
Efnisyfirlit
 
 • Leiðari
 • Gestapenni
 • Ný aðildarfélög í Festu
 • Samfélagsskýrsla ársins - tilnefningar
 • Fjárhagslegur ávinningur af sjálfbærni
 • Loftslagsmót - stefnumót fyrirtækja um loftslagsmál
 • Á döfinni - hverju er frestað?
 • Tengslafundir Festu
 • Aðalfundur Festu og framboð til stjórnar
 • Festa í fjölmiðlum
Á tímum óvissu
 
Harpa Júlíusdóttir verkefnastjóri og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri skrifaCOVID-19 og áhrif faraldursins á heimili okkar og heiminn
allan fer ekki fram hjá neinum og minnir okkur á hversu samofin við erum á tímum hnattvæðingar. Veira sem rakin hefur verið til matarmarkaðar í Wuhan héraði í Kína hefur nú mikil áhrif á daglegt líf okkar á Íslandi og um allan heim. Faraldurinn og viðbrögð okkar við að stöðva útbreiðslu hans er þegar farin að hafa mikil áhrif á hinar margvíslegu hliðar hagkerfis heimsins.

Nú reynir á okkur að gera hlutina í réttri röð, skerpa á því sem skiptir máli til skemmri og lengri tíma, vera sveigjanleg og yfirveguð.
 1. Við þurfum að grípa til aðgerða til skamms tíma á meðan að mesta óvissan varir. McKinsey leggur til að fyrirtæki seti sér upp aðgerðaráætlun og nýti þar þrjár sviðsmyndir sem snúa að mögulegri útbreiðslu veirunnar . Þau leggja áherslu á að fyrirtæki hugi fyrst og fremst að því að vernda sína starfmenn og fylgi  þar tilmælum yfirvalda þegar kemur að því að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá sé mikilvægt að fyrirtæki hugi að því hvernig þau lágmarki þann skaða sem rekstur þeirra stendur frammi fyrir í kjölfar faraldursins, endurskoði allar rekstaráætlanir, lausafjárstöðu og framleiðslu tölur. Kíktu á 10 ráð Capacent til stjórnenda fjarvinnandi teyma.
 2. Skiptum með okkur verkum. Högum okkur eins og vistkerfi - sumir hafa það hlutverk að endurskipuleggja til skamms tíma og taka oft á tíðum erfiðar ákvarðanir. Aðrir þurfa að sinna daglegum verkefnum sem gætu virst lítilvæg í dag en skipta máli í stærra samhengi og í hefðbundnum rekstri. Og allt þar á milli. Það kemur jú dagur eftir þennan dag.
 3. Svo er það plan a, b og c sem rekstrarheildir þurfa að undirbúa, eftir því hvernig við komum undan faraldrinum og margvíslegum hliðaráhrifum hans. Þar hefur hið opinbera og atvinnulífið stóru hlutverki að gegna og í raun hvert og eitt okkar, því við erum öll almannavarnir eins og slagorðið segir.
 4. Skýr og yfirveguð upplýsingagjöf um markvissar aðgerðir hins opinbera eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Kíktu á www.covid.is. Verum samstíga í að fylgja þeim leiðbeiningum. Verum þakklát fyrir hvert og eitt okkar sem erum að gera okkar besta í þessum aðstæðum.
 5. Hlúum að eigin heilsu og fólkinu okkar. Svona óvissa reynir á taugakerfið, getuna til að taka skynsamlegar ákvarðanir og starfsorku. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á eigin heilsu, líkamlegri og andlegri.
 6. Munum gleðina, fegurðina, húmorinn og flissið.
 7. Opnum markvisst á umræðu á vinnustöðum um nýjar leiðir, nýja starfhætti, atvinnuskapandi hugmyndir, spyrjum til hlutanna, skynjum erindi okkar, höfum þannig áhrif á fólkið í kringum okkur að það geri slíkt hið sama.
 8. Ef það er eitt sem starfsstaðir ættu að gera til að örva sköpunargleði, ímyndunarafl og lausnamiðaða hugsun meðal starfsfólks, þá er það að setja það í nýjar aðstæður. Þetta sýna ótal rannsóknir og tilraunir fram á. Verum meðvituð um mögulegt súper power sem felst í óvenjulegum aðstæðum.
Besta mótvægisaðgerðin er samvinna
Víða um heim sem hérlendis heyrast raddir sem kenna hnattvæðingunni um coronavírusinn og útbreiðslu hans og segja að eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkan faraldur sé að klippa á hnattvæðinguna, byggja múra, hefta ferðalög og viðskipti milli landa. Á sama tíma og sóttkví til skamms tíma er algjörlega nauðsynleg til að stöðva útbreiðslu faraldursins, líkt og við erum að gera hér á landi, „mun langtíma einangrun leiða til efnahagslegs hruns án þess að leggja fram nokkra vernd gegn smitsjúkdómum í framtíðinni. Besta mótvægisaðgerðin við faraldri er ekki aðgreining, heldur samvinna,“ segir Yuval Noah Harari sagnfræðingur og höfund Sapiens, Homo Deus og 21 Lessons for the 21st Century í grein sem birtist í time.com 15. mars sl. Í yfirskriftinni segir hann viðbrögð heimsbyggðarinnar við covid-19 endurspegla skort á alþjóðlegri forystu og beinir orðum sínum ekki síst að bandarískum stjórnvöldum.
 
Harari rekur hvernig faraldrar hafa lagt að velli milljónir manna löngu áður en hnattvæðing í núverandi mynd varð til. Svarti dauði dreifðist um alla heimsbyggðina á nokkrum árum á 14. öld þegar engar flugvélar eða skemmtiferðaskip voru til. Á milli 75-200 milljónir manna létust í heiminum, í Englandi létust 4 af hverjum 10.
 
Besta vörnin er upplýsingar
Í þeim hraðskreyða og samofna heimi sem við búum í, í dag, getur smitsjúkdómur borist frá Reykjavík til Rio de Janeiro eða Tokyo á 24 klukkutímum.  Vegna hraðans og hnattvæðingar í núverandi mynd ættum við að búa í smitbæli sem líkist helvíti í ljósi sögunnar, ekki satt? En við gerum það ekki.  Hvers vegna ekki? Vegna þess að við besta vörnin gegn sýklum er ekki einangrun, heldur upplýsingar. Ástæðan fyrir því að Síerra Leóne er í dag hvað best undirbúið fyrir útbreiðslu smitsjúkdóms er sú að Ebóla ógnaði samfélaginu þar nýlega. Síerra Leóne náði að koma böndum á Ebólu með læknavísindum og skilvirku alþjóðlegu samstarfi. Reynsla sem mikilvægt er að hafa í huga fyrir stöðu mála í heiminum í dag.
 
Harari segir það líklega vera mikilvægast af öllu, að við skiljum að þegar faraldur brýst út, er að úbreiðslan úr hvaða landi sem er, ógnar öllu mannkyninu alls staðar á jörðinni. Það skiptir því ekki máli í hvaða landi, menningu, á hvaða ferðalagi faraldurinn verður til og smitast, það getur gerst hvar sem er. Og sýklar fara ekki í manngreinarálit.
 
Loftslagsváin
Við leyfum okkur að endurorða setningu Hararis hér að ofan, því hún á allt eins við um loftslagsvánna og mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því í hverju skrefi og lærum sem mest af reynslunni: Það er líklega mikilvægast af öllu, að við skiljum að loftslagsbreytingar og loftslagsváin ógnar öllu mannkyninu alls staðar á jörðinni. Það skiptir ekki máli í hvaða landi, menningu á hvaða ferðalagi við verðum hennar mest vör, loftslagsváin fer ekki í manngreinarálit.
 
Besta mótvægisaðgerðin er samvinna. Besta vörnin er að vinna útfrá vísindalegum upplýsingum.
 
Nú snarminnkar mengun víða skv. heimildum NASA. Þegar allt er yfirstaðið, ætlum við að grípa til business as usual eða beina aðgerðum okkar í umhverfisvænni og sjálfbærari lifnaðarhætti?

Undirbúningur fyrir mögulegar sviðsmyndir
Við ættum sannarlega er að gera meira af því að setja okkur inn í víxlverkun í heiminum, nota framtíðarsviðsmyndir (e. future foresight) á ígrundaðan hátt til að hjálpa okkur sjá fyrir óorðna hluti, undirbúa okkur undir óvissu og ógn við líf okkar á jörðinni. Bill Gates gerir það regulega og lýsir í þessum ted-fyrirlestri árið 2015, hvernig heimurinn ætti að undirbúa sig fyrir heimsfaraldur sem væri óumflýjanlegur í nánustu framtíð. Ebóla hafi verið einskonar undirbúningur fyrir það sem koma skyldi. 

Í október á síðasta ári unnu Bill og Melinda Gates stofnunin og John Hopkins háskólinn með Alþjóðlaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum) að því að undirbúa viðbrögð leiðtoga víða um heim fyrir heimsfaraldur. Sett var á svið æfing fyrir slíkt neyðarástand og hægt var að fylgjast með henni í netheimum.
 
Atvinnulíf og nýsköpun gera sig gildandi
Það er innbyggt í samfélagsábyrgð og sjálfbærni sú hugsun að það sem er uppbyggilegt og framsýnt fyrir heildina, felur í sér arðsemi og uppbyggingu fyrir einstaka rekstur. Nú þegar hafa fyrirtæki um allan heim stigið fram með aðgerðir til að hægja á útbreiðslu veirunnar, hlúa að þeim sem hafa veikst, þeim sem þurfa að sæta sóttkví og þeim sem búa við starfsóöryggi eins og verktakar. Eins og þekkt er hefur DeCode nú hafið ferli til að efla svo um munar greiningarferlið á veirunni hérlendis. Tækniþróun og nýsköpun um allan heim kemur sér vel til að hefta útbreiðslu vírussins. Sem dæmi má nefna hefur Alibaba kynnt til leiks gervigreind sem greinir COVID-19 á 20 sekúndum með 96% áreiðanleika. Drónar hafa víða komið við sögu þar sem koma má vörum til þeirra sem sýktir eru án þess að stofna fleirum í hættu. 
 
Undirbúnari en við héldum?
Fjarkennslu tækni nýtur sín nú sem aldrei fyrr víða um heim til að halda uppi kennslu og á án efa eftir að hafa áhrif á kennsluhætti í nánustu framtíð. Nauðsynlegar og óhefðbundnar aðgerðir í dag opna huga okkar fyrir fjölmörgum möguleikum fyrir morgundaginn. Það er frábært að sjá hversu undirbúinn við erum í rauninni, til  að takast á við margskonar truflun (e. disruption).
 
Álíka búnaður sem gefur heilbrigðisstarfsfólki tækifæri til að eiga sín samskipti við sjúklinga kemur að gríðarlega góðum notum, má þar nefna íslenska fyrirtækið Kara connect sem tengir sérfræðinga á sviðum menntunar og heilbrigðis við skjólstæðinga. Í sumum fyrirtækjum er áskorun að halda starfsfólki við efnið vinnandi heiman frá sér. Það reynist mis-auðvelt fyrir okkur sem einstaklinga. Þá er kjörið að nýta alla þá markþjálfunarnemendur sem þurfa að safna sér tímum í náminu til að styðja við starfsfólk í að setja sér markmið fyrir daginn og fylgja þeim eftir. Kannski mætti nýta hugbúnað Köru connect í það verkefni líka? Það má sjá fyrir sér að eftir að þessi faraldur er yfirstaðinn munu fleiri nýta sér það að ferðast sjaldnar til og frá vinnu og sinna sínum störfum heima við. 

Hér eru sex ráð til að vera afkastamikil er við vinnum að heiman. 
 
Virkjum hugvitið
Festa fagnar frumkvæði Icelandic Startups sem kallar eftir sprotafyrirtækjum á sviði heilbrigðistækni (HealthTech) og kennslutækni (EdTech) með lausnir sem geta stutt heilbrigðis- og menntakerfið á tímum Covid-19. Þau kalla einnig eftir ábendingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna varðandi helstu áskoranir sem leysa þarf. Markmiðið er að stuðla að því að allar mögulegar lausnir sem eru í boði og geta létt á heilbrigðiskerfinu og stutt við menntakerfið á þessum tímum séu aðgengilegar. Kynntu þér málið hér.

Á tímum óvissu
Hagkerfi heimsins hefur þegar orðið fyrir miklu höggi og afleiðingarnar að mörgu leyti ófyrirséðar. Framleiðsla hefur lagst af, eftirspurn snarminnkað og fyrirtæki þurft að loka vegna veikinda og sóttkvía. Yfirvöld á Íslandi hafa nú þegar hafið aðgerðir til að lágmarka þau. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir okkur öll að muna að núverandi aðstæður eru framandi og eiga sér ekki fordæmi. Það er þess vegna mikilvægt að við vinnum þetta saman, tökum þetta skref fyrir skref, hugsum lausnir saman, hlustum á hvert annað, virðum og fögnum uppbyggilegum frumkvæðum ólíkra aðila.

Stór fugl verður flugvél með tímanum
Þegar frumbyggjar í Papúa Nýju Gíneu sáu flugvél í fyrsta skipti, hrópuðu þau ekki „Hey, hér er flugvél!“ Heldur kölluðu þau fyrirbærið „Stóra fugl“ því fugl var næst flugvél í hegðun og útliti af því sem þau þekktu. Það er fátt sem reynist mannfólki erfiðara en óvissa.  Breytingar, framþróun og truflun á hefðbundum kerfum og ferlum kallar á nýyrði, nýjar tengingar í heilanum og ný skapalón. Það er gott að hafa það í huga og reyna eftir fremsta megni að finna hvar tilfinning okkar fyrir öryggi er hvað mest og best. Við byrjum á sjálfum okkur og leyfum öryggisstilfinningunni að smitast yfir í verk okkar og áhrif á aðra.
Á svona tímum erum við að vinna með þekktar stærðir og óþekktar í þeim ákvörðunum sem við tökum heima og í vinnunni. Við eigum fín verkfæri fyrir þekktar stærðir, þar sem vissa ríkir, sem við notum til að reikna út, mæla, áætla og skipuleggja. Við skulum brýna þau vel. Fyrir óvissuna og óþekktar stærðir gilda önnur verkfæri til að taka ákvarðanir. Í heimi óvissu er það reynslumikið innsæi sem gagnast hvað best, að sögn Gerd Gigerenzer, forstjóra Harding miðstöðvarinnar um áhættulæsi hjá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi. Að greiða leið úr hverskyns óreiðu og lægð er náskylt sköpunarferli sem hefur skýrt markmið – þar viljum við hafa skýra framtíðarsýn, ímyndunarafl sem breytir ógnum í tækifæri, regulegt og raunsætt mat á staðreyndum og góðan skammt af æðruleysi. Við viljum blanda saman verkfærum sem duga bæði fyrir þekktar stærðir og óþekktar, í því liggur galdurinn.
 

 
Gullgerðarlist okkar tíma
 
Gestapenni í mars:
Guðmundur Sigurðsson
framkvæmdarstjóri Kosmos & Kaos 

Hönnun er alls staðar. Í fatnaði okkar, húsunum, eggjabökkunum, klósettpappírnum og ekki síst tækjunum sem við erum með við hendina frá morgni til kvölds. Það er því varla of stórt til orða tekið að segja að hönnun sé alls staðar.
Hönnun hefur áhrif á hvernig okkur líður og getur í mörgum tilfellum auðveldað okkur lífið. Allra besta hönnunin er gegnsæ, hún þvælist ekki fyrir, hún virkar, hún endist lengi og hún er umhverfisvæn. Svo mælti Dieter Rams, einn farsælasti hönnuður okkar tíma.


Falinn kostnaður

Við gleymum oft að allt sem við gerum hefur í för með sér kostnað, í sumum tilvikum kostnað sem erfitt er að koma auga á. Ég er nokkuð viss um að börnin mín pæla ekki mikið í því hvað internetaðgangurinn kostar í peningnum eða nýtingu auðlinda, hann er orðinn jafn sjálfsagður og rafmagn. Á Íslandi er rafmagn hlutfallslega ódýrt og umhverfisvænt, þó að umhverfisáhrif virkjana séu mikil.
Hver ljósmynd sem send er með skilaboðum í Snapchat felur í sér orkunotkun, og erlend netþjónabú eru oftar en ekki keyrð á „skítugri“ orku, bara til að nefna dæmi.
Allt sem tengist internetinu notar orku, en samkvæmt nýjust tölum notar upplýsingatækni-geirinn 7% af allri orku sem við framleiðum. Meira að segja einfaldar vefsíður skila koldíoxíði út í andrúmsloftið, sumar hverjar mörgum tugum eða jafnvel hundruðum kílóa.
Ein af lykilspurningunum er hvort vefsíður, öpp og aðrar stafrænar þjónustur skilji eftir sig minna kolefnisfótspor heldur en það sem þær koma í staðinn fyrir. Ef ég get til dæmis afgreitt mig sjálfur heima í stofu í stað þess að keyra til sýslumanns á bílnum mínum til að endurnýja ökuskírteinið, er þá sparnaðurinn sem til kemur af internetinu jafnvel meiri en kostnaðurinn?


Fyrirtæki og stofnanir keppast nú við að stafvæða lykilþjónustuferla sína svo viðskiptavinir geti afgreitt sig sjálfir. Með því er oft verið að úthýsa vinnu, sem starfsfólk innan fyrirtækja og stofnanna vann áður, yfir á viðskiptavini og auka þannig skilvirkni fyrirtækja með því auka vinnu í meira virðisskapandi þáttum. Fyrirtæki kappkosta að hámarka notendaupplifun í gegnum stafræna miðla og hanna ferla sem koma í stað mannlegrar þjónustu.
 

Tjáning fyrirækja er þar í gegnum stafræna hönnun, þ.e. með litum, letri, orðalagi og ósnertanlegum mynstrum og flæði sem skapa samkennd og upplifun notandans á þeim mannlega þætti sem áður var til staðar. Þar kemur til mikilvægi hönnunar. 

 

McKinsey ráðgjafafyrirtækið birti fyrir nokkru rannsókn þar sem afdráttarlaus niðurstaða var að fylgni milli framúrskarandi hönnunar og tekna sé ein sú mesta sem sést hefur í áratugi í rannsóknum á tengslum á milli kúltúrbreytinga og fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja. Dæmi eru um að tekjuvöxtur tvöfaldist hjá þeim fyrirtækjum sem verða leiðandi í framúrskarandi hönnun. Þetta er eitthvað sem okkur hönnuðum hefur lengi grunað, og nú höfum við  tölur þessu til staðfestingar. Í dag ætti hönnun því að vera hluti af umræðunni á stjórnarfundum alveg eins og tekjur og kostnaður og allt efsta stjórnendalag fyrirtækja þyrfti í auknum mæli að vera meðvitað um mikilvægi hönnunar.
Allir geta eitthvað 

Heimurinn er og hefur víst alltaf verið að fara til fjandans, segja sumir :) en enginn getur allt og allir geta eitthvað og við getum vel nýtt okkur kosti hönnunar sem framlags til lausna á umhverfisvandamáli heimsins.
Því þó internetið noti gríðarmikla orku þá skapa stafrænir ferlar orkusparnað. Margt smátt gerir eitt stórt og það að stafvæða vel hannaða ferla er frábært fyrsta skref í átt að sjálfbærara samfélagi mannsins.

Velkomin í Festu
Ný aðildarfélög
 


Við bjóðum ný aðildarfélög hjartanlega velkomin í öflugan hóp aðildarfélaga Festu. 

EY á Íslandi
Sena

Hér má kynna sér hvað aðild að Festu veitir þér og skrá sig til leiks.

Samfélagsskýrsla ársins - tilnefningar
 

Árlega veita Festa, Viðskiptaráð Íslands og Stjórnvísi viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins. Tilnefningum hefur fjölgað þétt og öruggleg á milli ára og ljóst að viðurkenningin hefur fest sig í sessi, enda fer metnaður fyrirtækja vaxandi þegar kemur að áreiðanlegri og sambærilegri upplýsingagjöf um frammistöðu þeirra í samfélagsábyrgð.  .

Tilnefningar skilast hér, opið er fyrir tilnefningar til 22.maí. Nánari upplýsingar hér.

Afhendingin viðurkenningar fyrir samfélagsskýrslu ársins mun fara fram við hátíðlega athöfn 9. júní nk. á Nauthól. Magnús Harðarson forstjóri kauphallar Nasdaq á Íslandi mun halda erindi áður en sigurvegarinn í ár verður kunngerður.

Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt en áður hafa Landabankinn (2018)  og ISAVIA (2019) hlotið þau.

Fjárhagslegur ávinningur af sjálfbærni
 
 
Festa hleypir úr hlaði kynningarátaki með sögum af sparnaði sem hlýst af innleiðingu samfélagsábyrgðar og sjálfbærni. Forstjórar 7 fyrirtækja segja sögur sem við getum öll lært af. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á miðlum okkar og heimasíðu á næstum vikum.
Stefnumót fyrirtækja um loftslagsmál
Við er afar þakklát fyrir frábæra þátttöku frá aðildarfélögum Festu og þeim aðilum sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkuborgar og Akureyrarbæjar á Loftslagsmótinu sem fram fór núna í upphafi mars. 

Loftslagsmót er vettvangur þar sem fyrirtæki og aðilar í nýsköpun á sviði loftslagsmála og grænna lausna, hittust á stuttum örfundum og rætt málin að hugsanlegum lausnum og fóru þarna fram um 230 örfundir.

Viðburðurinn var haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Umfjöllun um mótið á vef Nýsköpunarmiðstöðvar.


 

Kynntu þér hvað er á döfinni á heimsíðu Festu - www.samfélagsábyrgð.is

Frestað Hvernig kolefnisjöfnum við ráðstefnur og viðburði?
Námskeiðið átti að fara fram 18.mars  8:30 - 10:00 fyrir aðildarfélög Festu. Námskeiðið verður auglýst síðar.

Frestað fram á haust Heimsmarkmiðin og atvinnulífið - SDG Opportunity Cards. Námskeið á vegum UNDP Nordic. Eingöngu fyrir aðildarfélög Festu - þátttaka er aðildarfélögum að kostnaðarlausu. 

Frestað fram á haust Heimsmarkmiða Bíó. The Chocolate Case, þrælalaus súkkulaði framleiðsla. UNRIC í samstarfi við Festu og Félag Sþ á Íslandi býður í bíó og í lok myndarinnar fara fram umræður. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

29.apríl 16:00 - 17:00 Aðalfundur Festu 
 
Tengslafundir Festu
 
 

Dagskrá tengslafunda Festu 2020

16. apríl        8:30 - 10:00          Krónan
Maí                                              Eimskip
September                                 Icelandair
Október                                      Orka náttúrunnar

Tengslafundurinn sem átti að fara fram í mars hjá Sorpu var frestað vegna COVID-19, ný dagsetning auglýst síðar.

Skráningar og nánari upplýsingar um hvern fund fyrir sig má nálgast hér.

Tengslafundir Festu er einstakur vettvangur til að ræða tækifæri og áskoranir í tengslum við samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni í reksri.

Athugið að tengsla­fundir Festu eru eingöngu opnir fyrir aðild­ar­félög.

Aðalfundur Festu og framboð til stjórnar
 
Aðalfundur Festu fer fram 29.apríl nk í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Fundarboð hefur nú verið sent á tengiliði aðildarfélaga Festu. 

Stjórn félagsins hefur skipað í kjörnefnd sem mun gegna því hlutverki að tryggja það að fyrir aðalfund liggi fyrir framboð til stjórnar.

Þeir sem hafa huga á  að bjóða sig fram hafa samband við fulltrúa í kjörnefnd en hana skipa:
Jóhanna Harpa Árnadóttir: johanna.harpa.arnadottir@landsvirkjun.is
Ketill Berg Magnússon; ketill@gmail.com

Þeir félagar hafa kjörgengi og kosn­inga­rétt á aðalfundi sem eru skuld­lausir við félagið viku fyrir aðal­fund.

 
 
Sjálfbærni vegferðin
 
Festa í fjölmiðlum
 
 • Í lok febrúar kom út sérblað Fréttablaðsins þar sem hugað var að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má lesa ítarlega umfjöllun um Festu á forsíðu blaðsins ásamt frábærum frásögnum frá fjölda aðildarfélaga okkar.
 
 
Follow og Like
 
Festu miðlar
 
 
 
590cea92-e5fb-4653-9207-1fc118dd9e25.png
Miðstöð um
samfélagsábyrgð
 
Festa á Facebook